Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 26
II ÆSKA OG UPPVÖXTUR
í foreldrahúsum
Guðmundur Jónsson er fæddur 8. júní 1888 í Litlabæ á
Álftanesi.1 Foreldrar hans voru Guðný Jónsdóttir, fædd og
uppalin á Álftanesi, og Jón Flallgrímsson, ættaður vestan
af Mýrrnn. Var Guðmundur sjöunda barn foreldra sinna
af fjórtán, en af þeim komust tíu upp.
Heimilið í Litlabæ var mjög fátækt, og voru bömin því
snemma látin fara að hjálpa til við að sjá því farborða. Á
höfuðbólinu Bessastöðum bjó Grimur Thomsen. Voru þeir
Jón Hallgrímsson kunnugir, og sumarið 1895, þegar fjöl-
skyldan í Litlabæ lá í taugaveiki, sendi Grímur heimilinu
daglega mjólk og mat. Löngu seinna minnist Guðmundur
þess í ritgerð, þegar hann sjö ára gamall gekk með föður
sínum um túnin á Álftanesi og þeir mættu Grími, „en fin,
gammel herre pá 75. Jeg husker endnu hans elegante stov-
grá sommerfrakke.“ 2
Guðmundi var öll líkamleg vinna mjög á móti skapi, vildi
heldur liggja í bókum. Faðir hans kenndi um leti, en eins
og títt er um skáld, var það móðirin, sem skildi bam sitt og
sá, hvað í því bjó. Henni átti Guðmundur að þakka, að hann
var settur til mennta; „ .. . hún gafst aldrei upp við að sýna
fram á, að þeir hæfileikar fengju aldrei notið sín við strit-
1 1 þessum kafla er algjörlega stuðzt við frásögn Gísla Jónssonar,
bróður Guðmundar, í bók hans Frá foreldrum minum, en blaðsíðutals er
aðeins getið við orðréttar tilvitnanir.
2 H. C. Andersen og Island, Kvalitetsmennesket, 75.