Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 16
14
slást í hóp íslenzkra skáldbræðra sinna í Danmörku og skrifa
á dönsku. En saga hans í Danmörku varð sorglega stutt,
hann lézt þar árið 1916, aðeins 29 ára gamall. Fyrsta ljóða-
hók Jónasar, frumsamin á dönsku, Viddemes Poesi, kom út
1912, eins og áðm er getið. Af ritdómum um bókina á Norð-
urlöndum má sjá, að hún hefur vakið mikla athygli og að-
dáun á hinu unga íslenzka ljóðskáldi.1 Jónasi auðnaðist að
gefa út aðra ljóðabók á dönsku, Sange fra de blaa Bjærge, og
einnig komu út eftir haim í Danmörku skáldsögur og smá-
sagnasafn. En það em framar öllu ljóðin, sem lifa.
1 ágætri ritgerð um Jónas Guðlaugsson lýsir Guðmundur
Hagalín því, hversu mjög hann hreifst af Jónasi á unglings-
árum sínum. Hann segir m. a. frá þvi, er hann frétti lát
skáldsins:
.. . þar sem ég var staddm á fiskiskútu úti fyrir Vest-
fjörðum, fullur af óánægju og óþoli, yrkjandi og skrif-
andi á frívöktum, finnandi mig bundinn í báða skó og
vanmegnugan þess að finna form hugsunum mínum
og tilfinningum, meðal annars sakir skorts á leiðsögn
og samfélagi við unga menn svipaðs sinnis.2
Þessi frásögn lýsir því vel, hvernig ungum manni var inn-
anbrjósts, sem vildi verða skáld og umgangast skáld, en var
þess í stað fjötraður af fátækt og skilningsleysi og sá ekki
fram á annað en miskunnarlaust brauðstrit. Ljóð Jónasar,
gengi hans í útlöndum og örlög hafa vafalaust haft áhrif á
fleiri unga skáldhneigða menn heima á Islandi, sem áttu
margir hverjir enga ósk heitari en að feta í fótspor hans og
flýja landið, sem gaf aðeins „hlóm og gröf í skáldalaun“.3
öll eiga fyrstu verk þessara f jögurra íslenzku rithöfunda
það sameiginlegt að vera samin undir áhrifum nýróman-
1 Sjá Guðmund Hagalín 1966, en þar er birtur úrdráttur úr rit-
dómum um bókina á bls. 20-21.
2. S.st.,21.
3 Sbr. kvæðið Sönglok eftir Jónas Guðlaugsson. Dagsbrún, 104.