Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 95
93
hamingjusnautt og tómt, og boðar henni dýrð guðs og þá
hamingju, sem sé fólgin í því að þjóna honum einum. Þar
kemur, að Percy fær ekki lengur staðizt fegurð konunnar og
freistingu holdsins. Hann lætur guðstrú sina og köllun lönd
og leið, en þráir það eitt að fylgja Yivienne á hennar synd-
ugu braut og njóta lystisemda hins jarðbundna lífs. En trú-
arboðskapur hans hefur haft áhrif á Vivienne og sannfært
hana. Hún fyllist viðbjóði á lífemi sínu og ákveður að gera
yfirbót og byrja nýtt líf helgað guði einum. Þau hafa talið
hvort öðru hughvarf. Léttúðardrósin Yivienne dregur sig í
hlé frá skarkala lífsins, en dýrlingurinn Percy, sem elskar
hana og gimist, hverfur út í mannlífið til þess að kynnast
því af eigin raun.
Höfundur getur þess, að efni leiksins styðjist við „atburð
úr fomri helgisögn“.1 Nánari útlistun þessa er að finna í
formála fyrir enskri þýðingu leikritsins, en þar segir:
The germ of the idea was suggested by the well-
known legend of Paphnutius and Thais in Athenæus.2
Hér hefur Kamban skjöplazt nokkuð, þar sem hann ger-
ir eina Thais úr tveimur. Gríski sagnaritarinn Athenaios
segir frá grískri konu að nafni Thais, sem á að hafa verið
ástmey Alexanders mikla, en hjá honum er enga sögn að
finna um samskipti hennar og dýrhngsins Paphnutiusar.
Hins vegar er annars staðar til skráð helgisögn frá 4. öld
um egypzka gleðikonu með sama nafni, sem einsetumunk-
urinn Paphnutius snýr frá villu vegar og var að lokum dýrk-
uð sem heilög kona.3 Um þá Thais samdi Anatole France
samnefnda skáldsögu, sem út kom árið 1890. Gerir hann þá
mikilvægu breytingu á helgisögninni, að einsetumunkurinn
1 Sbr. 3ja blað handrits islenzku gerðarinnar; bls. 5 í dönsku út-
gáfunni.
2 Enska þýðingin, Stars above the wildemess, var aldrei gefin út, en
vélritað eintak er til hjá Gísla .Tónssyni.
3 Sjá Bonniers Lexikon 14 og Grand Larousse encyclopédique 10
undir Thais.