Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 34
32
allur sannleikur gerir",1 vakti hún mótspyrnu á öðrum
heimilum, þ. e. a. s. í jarðhúsunum.
Síðasta ævintýrið, Ekki nema einu sinni? — er eignað H. C.
Andersen og þýtt sem fyrr af Jónasi. Fjallar það um mun-
aðarleysingjann Sannleik og bezta vin hans Kærleik. Allir
úthýstu Sannleik, þar til hann var orðinn konungur, þá vildu
allir vera vinir hans. Eins og einnig kemur fram í tveimur
fyrstu ævintýnmum, er það með kærleikanum, sem menn
öðlast sannleikann. Andstætt svartsýninni i hinum ævin-
týrunum sigrar sannleikurinn hér, og bókinni lýkur með
þessum orðum: „Og allur sannleikur verður einhvern tíma
konungur.“ 2
Þótt margt megi að skáldskapargildi bókarinnar finna, er
hún óneitanlega óvenjulegt og áhugavert upphaf á rithöf-
undarferli. Vakti hún strax mikla athygli, einkum og sér í
lagi vegna uppruna síns, og voru skrifaðir um hana fjöl-
margir ritdómar.3 1 tvö hom skipti um skoðanir manna,
eins og áður.
Bjöm M. Ölsen skrifar um hana langa grein í Þjóðólf 20.
apríl 1906, þar sem hann finnur henni flest til foráttu og
sýnir fram á með rökum, að höfundar geti ekki verið þeir,
sem ævintýrin em eignuð. Hófust nú heiftarlegar ritdeilur
milli hans og „Turdusar“ í Isafold, og að vanda sparaði Isa-
fold ekki stóm orðin.4
1 ræðu, fluttri í Reykjavík 8. apríl 1906, skoraði Ágúst
Bjaraason á andatrúarmenn að láta óvilhalla menn rann-
saka íslenzku miðlana, þá Indriða og Guðmund.5 Fóru síð-
an Guðmundur Björnsson læknir, Guðmundur Magnússon
læknir, Jón Helgason dósent, Jón Magnússon skrifstofustjóri
og Þórhallur Bjarnarson lektor fram á það við Einar Hjör-
1 tJr dularheimum, 47.
2 S. st.,57.
3 Sjó t. a. m. Norðurland 26. 5. 1906; Fjallkonuna 6. 4. 1906; Eim-
reiðina 1906, 229-230.
4 Sjó Isafold 28. 4. og 16. 5. 1906; Þjóðólf 11. 5. 1906.
5 Sbr. frétt í Þjóðólfi 11. 4. 1906. Sjá einnig bókina „Andatrúin"
krufin. Tala eftir Ágúst Bjarnason, flutt í Rvík 8. 4. 1906.