Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 59
57
að fangelsisrefsingar hafi hvorki holl né bætandi áhrif á af-
brotamenn, eins og talið væri, heldur brjóti þá niður á sál
og líkama og slævi siðgæðisvitund þeirra. Kæmu þeir því
forhertir og fullir haturs og hefndarþorsta úr fangelsinu og
væru samfélaginu margfalt hættulegri en nokkru sinni fyrr.
Thomas Mott Osborne var tvö ár forstjóri hins alræmda
Sing Sing fangelsis og kom þar á ýmsum breytingum í anda
kenninga sinna, en árið 1916 var honum vikið úr embætti.
Olli brottvikning hans miklum blaðadeilum um öll Banda-
ríkin. Fóru þær ekki fram hjá Guðmundi Kamban og hafa
vafalaust orðið til þess að vekja athygli hans og áhuga á
refsimálum og eðli glæpa.1
Um þessar mundir kemur fram hjá Kamban mikið dálæti
á enska skáldinu Oscari Wilde, en það er tvimælalaust
sprottið af vaknandi áhuga Kambans á refsimálum.2 3
Þegar Kamban kemur aftur til Kaupmannahafnar, lætur
hann það verða með sínum fyrstu verkum að flytja þar tvo
fyrirlestra um þessi mál, annan um fangelsi, hinn um Oscar
Wilde.s
1 Sbr. grein hans um Tolstoj í Lesbók Morgunblaðsins 9. 9. 1928;
einnig í Isafold 11. 9. 1928.
2 Sjá Heimskringlu 14. 12. 1916. - Stefán Einarsson 1932, 16, telur
hins vegar, að það Iiafi verið Oscar Wilde, sem í fyrstu beindi áhuga
Kambans að „þjóðfélagsmeinunum". Rök mín fyrir hinu gagnstæða eru
einkum þau, að áhuga Kambans verður ekki vart fyrir Ameríkudvölina;
bent hefur verið á, að einmitt á Amerikuárum Kambans blossuðu upp
deilur um fangelsis- og refsimál, sem hafa mjög sennilega vakið áhuga
hans. Aftur á móti fara ekki af því sögur, að Oscar V/ilde hafi verið í há-
vegum hafður í Bandarikjunum um þessar mundir, nema hvað Thomas
Mott Osborne vitnar hvað eftir annað í kvæði Wildes um fangann, The
ballad of Reading gaol (Within prison walls, 314; Society and prisons,
92, 143, 147-148), og það gerir Kamban reyndar líka i ritgerð sinni um
Wilde (Iðunn 1929, 219). Einnig er það athyglisvert í þessu sambandi,
að Kamban verður þar tíoræddast um þau atriði í lífi og verkum Wildes,
sem snerta fangelsisvist hans.
3 Sjó ísafold 4. 5. 1918. Báðir eru fyrirlestrarnir til á dönsku í eigin-
handarriti höfundar í vörzlu Gísla Jónssonar. Otdrátt úr fyrirlestrinum
um fangelsin birti Kamban í Nationaltidende 3. 9. og 4. 9. 1924 undir
titlinum Fængselets Andel i Forbrydelsen. Yfirfangelsisstjóri Danmerk-
ur, Thorkild Fussing, reis upp til andmæla í sama blaði 6. 9. 1924. - Fyr-