Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 61
59
hann hvassa ákæru á siðferðishræsni manna og refsilöggjöf
þeirra, og er hann ekki aðeins dæmdur sekur, heldur einnig
geðbilaður. Róbert þolir ekki dvölina á geðveikrahælinu og
fremur sjálfsmorð. — Rúmum fimmtíu árum síðar, á hundr-
að ára afmæli Róberts, er afhjúpaður minnisvarði úr marm-
ara, sem þjóðfélagið hefur reist honum til heiðm-s. Fulltrúar
ýmissa þeirra stofnana, sem hann deildi harðast á, flytja
ræður við þetta tækifæri. Hver í kapp við annan rangtúlka
þeir skoðanir hans og færa til betri vegar fyrir sig. Tímamir
hafa ekkert breytzt, kenningar Róberts Relfords eru að engu
hafðar. Við fótstall minnisvarðans handsamar lögreglan
morðingja til að varpa honum í fangelsi.
Rygging leikritsins verður að teljast nokkuð gölluð. Það er
of langt, — sýning þess tekur fulla þrjár og hálfa klukku-
stund, og er það þeim mun tilfinnanlegra sem verkið skortir
mjög þá dramatísku spennu, sem gæti haldið áhuga áhorf-
enda vakandi í svo langan tíma. Það er ekki hnitmiðað. Það
er fullt af alls kyns útúrdúrum, sem koma stefnu þess ekkert
við. Meginefnið kemst til skila í öðrum og þriðja þætti og eft-
irleiknum, svo að verkið hefði að skaðlausu mátt stytta til
mikilla muna, jafnvel hefði alveg mátt sleppa bæði fyrsta og
síðasta þætti. Sérstaklega verður fjórða þætti að teljast of-
aukið; hann gegnir engu öðru hlutverki í leikritinu en að út-
mála píslarvætti Róberts Belfords á tilfinningasaman hátt.
Leikritið hvílir allt á einni persónu, hugsjónamanninum
Róbert Belford. Fjölmargar aðrar persónur koma fram, en
þær eru fæstar gæddar sjálfstæðu lífi, heldur mynda eins
konar kór að baki hugsjónamannsins, sem er látinn koma
fram sem óskeikull réttlætisboðberi. Tilsvör eru í lengra lagi
og ræðuhöld meiri en góðu hófi gegnir. T. a.m. er vamar-
ræða Róberts, sem hann flytur svo til í einni lotu, sjö síðm-
í leikhúshandritinu (79-85).
Þó að Thomas Mott Osbome eigi sinn mikla þátt í boðskap
Marmara, virðast bein efnisatriði ekki sótt til hans að neinu
marki. Þó getur það varla verið hrein tilviljun, að skjólstæð-
ingur Belfords er nefndur Murphy, sama nafni og fangi, sem