Studia Islandica - 01.06.1970, Page 61

Studia Islandica - 01.06.1970, Page 61
59 hann hvassa ákæru á siðferðishræsni manna og refsilöggjöf þeirra, og er hann ekki aðeins dæmdur sekur, heldur einnig geðbilaður. Róbert þolir ekki dvölina á geðveikrahælinu og fremur sjálfsmorð. — Rúmum fimmtíu árum síðar, á hundr- að ára afmæli Róberts, er afhjúpaður minnisvarði úr marm- ara, sem þjóðfélagið hefur reist honum til heiðm-s. Fulltrúar ýmissa þeirra stofnana, sem hann deildi harðast á, flytja ræður við þetta tækifæri. Hver í kapp við annan rangtúlka þeir skoðanir hans og færa til betri vegar fyrir sig. Tímamir hafa ekkert breytzt, kenningar Róberts Relfords eru að engu hafðar. Við fótstall minnisvarðans handsamar lögreglan morðingja til að varpa honum í fangelsi. Rygging leikritsins verður að teljast nokkuð gölluð. Það er of langt, — sýning þess tekur fulla þrjár og hálfa klukku- stund, og er það þeim mun tilfinnanlegra sem verkið skortir mjög þá dramatísku spennu, sem gæti haldið áhuga áhorf- enda vakandi í svo langan tíma. Það er ekki hnitmiðað. Það er fullt af alls kyns útúrdúrum, sem koma stefnu þess ekkert við. Meginefnið kemst til skila í öðrum og þriðja þætti og eft- irleiknum, svo að verkið hefði að skaðlausu mátt stytta til mikilla muna, jafnvel hefði alveg mátt sleppa bæði fyrsta og síðasta þætti. Sérstaklega verður fjórða þætti að teljast of- aukið; hann gegnir engu öðru hlutverki í leikritinu en að út- mála píslarvætti Róberts Belfords á tilfinningasaman hátt. Leikritið hvílir allt á einni persónu, hugsjónamanninum Róbert Belford. Fjölmargar aðrar persónur koma fram, en þær eru fæstar gæddar sjálfstæðu lífi, heldur mynda eins konar kór að baki hugsjónamannsins, sem er látinn koma fram sem óskeikull réttlætisboðberi. Tilsvör eru í lengra lagi og ræðuhöld meiri en góðu hófi gegnir. T. a.m. er vamar- ræða Róberts, sem hann flytur svo til í einni lotu, sjö síðm- í leikhúshandritinu (79-85). Þó að Thomas Mott Osbome eigi sinn mikla þátt í boðskap Marmara, virðast bein efnisatriði ekki sótt til hans að neinu marki. Þó getur það varla verið hrein tilviljun, að skjólstæð- ingur Belfords er nefndur Murphy, sama nafni og fangi, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.