Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 62
60
kemur mjög við sögu í bók Osbornes, Within prison walls.
Eins leiðir titill bókar Belfords, Glæpamaðurinn og þjóðfé-
lagið, hugann að nafninu Society and prisons á bók Osbornes.
Áhrif frá dálæti Kambans á Oscari Wilde koma mjög
greinilega fram í Marmara, bæði í persónulýsingu Róberts
og ýmsum efnisatriðum.
Eins og kunnugt er, var Oscar Wilde eftirsóttur samkvæm-
ismaður, hann var hrókur alls fagnaðar, og samræðulist hans
þótti óviðjafnanleg.11 fyrsta þætti Marmara kynnast áhorf-
endur samkvæmishetjunni Róbert Belford, sem að hætti
Wildes slær um sig með kímni og þverstæðukenndum stað-
hæfingum. Meira að segja ber þar samræðulist á góma, er
Róbert Belford lýsir því yfir, að hann sakni samræðmmar í
öllum samkvæmmn, hún sé það eina, sem hafi ekki flutzt til
Ameríku (12). Eins og Oscar Wilde er Róbert Belford allra
manna ástúðlegastur í viðmóti, en þeim mun harðskeyttari
í skrifum sinum.
I fyrirlestri sínum um Oscar Wilde segir Kamban m. a.:
„Það er meira en barnalegt, ef nokkur heldur, að Oscar Wilde
hafi verið refsað fyrir það, sem hann var ákærður fyrir. Það
var ekki annað en átylla til þess að geta yfirleitt komið hon-
um undir mannahendur . . .“ 2 Róbert Belford verður fyrir
því sama. Annað má finna í fyrirlestri Kambans, sem færir
frekari rök að tengslum Belfords við Wilde. Segir Kamban
þar á einum stað, að Wilde hafi verið „glaðvær heiðinn
andi“,3 í Marmara lýsir vinur Belfords honum svo, að haxm
hafi verið „heiðinn andi“ (127).
1 fangelsinu samdi Oscar Wilde eina af frægustu ritgerð-
um sínum, sem nefnd hefur verið De profundis. Auk sið-
fræðilegra hugleiðinga lýsir Wilde þar fangelsisvist sinni og
áhrifum hennar á sig.4 Kamban kallar þetta verk „hinn
1 Sjá t. a. m. Hesketh Pearson og fyrirlestur Kambans um Oscar
Wilde í Iðunni 1929.
2 Iðunn 1929, 226.
3 S.st.,218.
4 Oscar Wilde, De profundis, 853-888.