Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 64
62
Stefán Einarsson bendir réttilega á, að Marmari minni á
Þjóðníðing Ibsens að því leyti, að Kamban teflir þar fram
„hugsjónamanninum gegn gömlu og gerspiltu þjóðfclagi“.1
Og þvi má bæta við, að í báðum verkunum eru það bræður,
sem eigast við. Eins og dr. Stockmann er Róbert Belford
ímynd þess manns, sem stendur einn gegn öllum og hvikar
ekki frá sannfæringu sinni, hvað sem á dynur. Á geðveikra-
hælinu segir hann við vin sinn: „Við áttum allir kost á að
bjarga lífinu með því að þoka eitt fet frá sannfæring okkar
eða hylja hana í blygðun, en við gerðum það ekki. Við viss-
um að það sem tapaðist, var aflfjöðrin í starfi okkar, var
ljóminn á lífi okkar“ (106).
Hvað varðar efnisatriði, verður hér að lokum minnzt á
ummæli, lögð í munn Róberts Belfords: „ ... mér þykir
vænt um þennan samruna af ótal ósamkynja skógarhljóð-
um. Þó að ég taki reyndar hávaða stórborgarinnar fram yfir
til lengdar“ (12). Með þessum orðum er engu líkara en
Kamban sé að sverja af sér íslenzka náttúrurómantík fyrri
verka sinna. Hann sættir sig ekki lengur við að vera álitinn
„Heimatdichter“, en telur sig heimsborgara, sem þekkir líf
stórborga og er fær um að lýsa því. Og svo algjörlega hverf-
ur hann frá náttúrunni, að í viðtali við tímaritið Hus og
Hjem 24. 4. 1941 vill hann ekki einu sinni viðurkenna upp-
runa sinn: „Jeg er i ovrigt - i Modsætning til de fleste is-
landske Digtere, som for Eksempel Gunnar Gunnarsson -
udpræget Bymenneske, baade af Fodsel og Anlæg .. .“.
Stíll Marmara er þungur og tilbreytingarlítill; í honum
vottar varla fyrir blæbrigðum, og gamansemin, sem á að
ríkja í fyrsta þætti, er ákaflega þvinguð.2 I leikritinu er
prédikunar- og ræðustíll mjög ríkjandi. Róbert er allt of
hátíðleg persóna til að tala eins og venjulegt fólk; hann
1 Stefán Einarsson 1932, 15. Sjá Henrik Ibsen, En folkefiende,
135-221.
2 Sbr. svar Kambans í viðtali við Berlingske Tidende 3. 9. 1921, er
hann var spurður um, hvort hann semdi gamanleiki: „ . . . i mit Skuespil
„Marmor“ . .. var Begyndelsen i hvert Fald udpræget lystspilagtig."