Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 64

Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 64
62 Stefán Einarsson bendir réttilega á, að Marmari minni á Þjóðníðing Ibsens að því leyti, að Kamban teflir þar fram „hugsjónamanninum gegn gömlu og gerspiltu þjóðfclagi“.1 Og þvi má bæta við, að í báðum verkunum eru það bræður, sem eigast við. Eins og dr. Stockmann er Róbert Belford ímynd þess manns, sem stendur einn gegn öllum og hvikar ekki frá sannfæringu sinni, hvað sem á dynur. Á geðveikra- hælinu segir hann við vin sinn: „Við áttum allir kost á að bjarga lífinu með því að þoka eitt fet frá sannfæring okkar eða hylja hana í blygðun, en við gerðum það ekki. Við viss- um að það sem tapaðist, var aflfjöðrin í starfi okkar, var ljóminn á lífi okkar“ (106). Hvað varðar efnisatriði, verður hér að lokum minnzt á ummæli, lögð í munn Róberts Belfords: „ ... mér þykir vænt um þennan samruna af ótal ósamkynja skógarhljóð- um. Þó að ég taki reyndar hávaða stórborgarinnar fram yfir til lengdar“ (12). Með þessum orðum er engu líkara en Kamban sé að sverja af sér íslenzka náttúrurómantík fyrri verka sinna. Hann sættir sig ekki lengur við að vera álitinn „Heimatdichter“, en telur sig heimsborgara, sem þekkir líf stórborga og er fær um að lýsa því. Og svo algjörlega hverf- ur hann frá náttúrunni, að í viðtali við tímaritið Hus og Hjem 24. 4. 1941 vill hann ekki einu sinni viðurkenna upp- runa sinn: „Jeg er i ovrigt - i Modsætning til de fleste is- landske Digtere, som for Eksempel Gunnar Gunnarsson - udpræget Bymenneske, baade af Fodsel og Anlæg .. .“. Stíll Marmara er þungur og tilbreytingarlítill; í honum vottar varla fyrir blæbrigðum, og gamansemin, sem á að ríkja í fyrsta þætti, er ákaflega þvinguð.2 I leikritinu er prédikunar- og ræðustíll mjög ríkjandi. Róbert er allt of hátíðleg persóna til að tala eins og venjulegt fólk; hann 1 Stefán Einarsson 1932, 15. Sjá Henrik Ibsen, En folkefiende, 135-221. 2 Sbr. svar Kambans í viðtali við Berlingske Tidende 3. 9. 1921, er hann var spurður um, hvort hann semdi gamanleiki: „ . . . i mit Skuespil „Marmor“ . .. var Begyndelsen i hvert Fald udpræget lystspilagtig."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.