Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 12
10
því sú leiðin ekki farín. Efnalítil skáld börðust í bökkum við
að framfleyta lífinu og ortu aðeins í tómstundum. Fór ekki
hjá því, að slík aðstaða setti smám saman mark á skáldskap
þeirra og drægi hann niður. Eru þessa fjöhnörg dæmi. Átak-
anlegust eru ef til vill örlög Stefáns frá Hvítadal, skálds ástar,
útþrár og æskudrauma, en í minningargrein um hann segir
Halldór Kiljan Laxness:
Hér var, eins og fyrri daginn, mikil snildargáfa
ofurseld afleiðingum þröngra kjara, íslenzkri fátækt
hafði enn tekist að kippa vextinum úr íslenzkum anda,
draga hann niðrn* á svið, sem honum var ósamboðið,
og ræna um leið íslenzkar bókmentir ómetanlegmn
verðmætum.1
Vegna stjómmálasambands Islands og Danmerkur lá
beinast við, að skáldin settust að í Danmörku og gerðust rit-
höfundar á danska tungu, en ekki t. a. m. á heimsmálinu
ensku, sem hefði þó opnað þeim enn víðari svið og verið þeim
sumum meir að skapi.
Jóhann Sigurjónsson ruddi brautina. Árið 1905 var leik-
rit hans, Dr. Rung, gefið út á dönsku fyrir tilstilli norska
skáldsins Bjömstjeme Björnsons, sem Jóhann hafði beðið
liðsinnis.2
Ef bera má sögupersónuna Ugga Greipsson fyrir sig í
þessu sambandi, þá hefur Gunnar Gunnarsson þegar haft
spumir af, að einhver landi hans væri farinn að semja skáld-
verk á dönsku, og áreiðanlega þótt talsvert til koma, jafnvel
verið honum hvatning til að leggja út á sömu braut. I Nótt
og draumi segir frá því, þegar Uggi siglir frá Islandi, stað-
ráðinn í að verða rithöfundur á danska tungu:
Ég finn mér pappír, penna og blek í koffortinu mínu.
Með þessi hjálpargögn . .. sezt ég við borðið í litla skál-
anum ofan þilja og fer að skrifa þrátt fyrir allt ruggið,
reyni að kalla fram dönsk orð úr skotöldum heilans og
1 Halldór Kiljan Laxness 1934, 15.
2 Sjá Rit I, XXV; Toldberg, 36.