Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 102
100
hún þess augljós merki að vera fyrst og fremst samin sem
kvikmyndahandrit.
Seinasta hreinræktaða ádeiluverk Guðmimdar Kambans
er leikritið Sendiherrann frá Júpiter, og rekur það enda-
hnútinn á þann boðskap, sem höfundur hefur að flytja um
betra þjóðfélag og hamingjuríkara líf. Með þessu verki
færist Kamban enn meira i fang en áður, þvi að ádeila þess
beinist ekki aðeins að þjóðfélaginu, heldur einnig mannin-
um sjálfum og raunar mannkyni öllu.
Leikritið var lengi í smíðum og að sögn Kambans „runnið
upp úr almennri vestrænni „menningu“ ófriðar-eftirkast-
anna, en ... hafið upp yfir stað og tíma".1 Því var lokið vor-
ið 1927 og kom út á íslenzku í maí sama ár.2 Á dönsku kom
það út tveimur árum síðar, eimun þætti lengra og auk þess
nokkuð breytt. F\TÍr verkið í heild skipta þær breytingar
litlu máli, og verður því hér miðað við íslenzka gerð þess.
Sendiherrann frá Júpiter er „dramatískt æfintýr“ í þrem-
ur þáttum. Ádeila þess er víðfeðm, en atburðarásin ekld að
sama skapi viðamikil eða flókin.
Sendiherra kemur frá Júpiter til Jarðar. Ferðast hann
um jörðina og kemst undrandi að raun um, að mennirair
standa langt að baki Júpiterbúum að öllum siðferðisþroska.
Reynir hann að leiða þeim villu þeirra fyrir sjónir og koma
á ýmsum umbótum, en mennirnir skilja hann ekki. Með
umbúðalausum prédikunum sínum kemur hann sér að lok-
um alls staðar út úr húsi. Hann er að því kominn að gefast
upp, þegar hann hittir tvo einmana og útskúfaða menn, sem
vekja hjá honum nýjar vonir um mennina. Lýkur leikritinu
á því, að jarðarbúar gera sendiherrann útlægan, en hann
neitar að yfirgefa bá.
Atburðarás leikritsins er ákaflega hæg, felst hún í sam-
tölum sendiherrans og fulltrúa ýmissa stétta inn ýmis vanda-
söm málefni. Endar hver þáttur á því, að sendiherrann dreg-
1 Morgunblaðið 22. 5. 1927.
2 Sjá grein eftir Gunnar Hansen í Berlingske Tidende 7. 7. 1927;
Morgunblaðið 15. 2. 1927.