Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 107
105
Kamban um „grobb“, „derring“, „gorgeir“ og „taumlaust
sjálfshól“ og líkja honum við Sölva Helgason. Kamban aft-
ur á móti brigzlar Leikfélaginu um vankunnáttu og viðvan-
ingsbrag og telur það standa leiklist á Islandi mjög fyrir
þrifum.
tJrslit þessa máls urðu þau, að Kamban stofnaði sinn eigin
leikflokk og setti tvö leikrit sín á svið, Oss morðingja, sem
voru þá sýndir í þriðja sinn á Islandi,* 1 og Sendiherrann frá
Júpiter, sem hann hafði nýlokið við að semja.2 Sjálfur lék
hann aðalhlutverkin í báðum leikritunum.3 Þóttu sýningar
þessar mikill leiklistarviðburður, ef marka má orð Halldórs
Kiljans Laxness:
Guðmundur Kamban sýndi það hér 1927, hvað hægt
er að komast með viðvaningum undir sterkri, kunn-
áttusamri leikstjórn. Sýningar hans voru prófsteinn
á íslenzkan listþroska á þessu sviði, sem ljósast kemur
fram í því, að ekki hefir verið minst á Guðmund Kamb-
an í sambandi við íslenzkt leikhús síðan. Ég er sann-
færður um, að það mundi draga hina ungu íslenzku
leiklist drjúgt, ef Leikfélag Reykjavíkur, eða einhver
annar leikflokkur, hefði sinnu á því að útvega sér hæf-
an leikstjóra.4
Leikritið Sendiherrann frá Júpiter var gefið út á frum-
sýningardag þess, 24. maí 1927.5 Ekki voru menn á eitt sáttir
run bókmenntalegt gildi þess.6 Sá mikli kennimaður, séra
Haraldur Níelsson, ber á það hástemmt lof í Morgunblaðinu
8. júní 1927 undir fyrirsögninni „Islenzkt drama í alþjóða-
í Morgunblaðinu daginn eftir. 1 Politiken 19. 2. og 19. 3. eru frásagnir
af deilunni, einnig í Berlingske Tidende 17. 4. 1927.
1 Leikritið var áður sýnt í Reykjavík 1920, sbr. bls. 78 hér að fram-
an, og á Akureyri 1923, sbr. Islending 2. 3. 1923.
2 Sbr. nmgr. 2, bls. 100 hér að framan.
3 Sbr. Morgunblaðið 5. 4. og 26. 5. 1927.
4 Iðunn 1934, 115.
5 Sbr. Morgunblaðið 22. 5. 1927 og Eimreiðina 1927, 202.
6 Sveinn Sigurðsson ritar lofsamlegan ritdóm um leikritið i Eimreið-
ina 1927, 202-204. Á öðru máli er Sigurður Nordal í Vöku sama ár,
387-389.