Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 28
26
... Guðmundur situr mikið yfir bókum. Fyrir hátíðar
hefur hann samið fyrsta leikrit sitt. Hann velur sér
leikara, æfir leikritið, útbýr leiksvið í vörugeymsluhúsi
og heldur opinberar sýningar á leikritinu mn hátíð-
amar. Leikurinn er sýndur um hverja helgi fram eftir
vetri, og vel sóttur af ungum og gömlum í sveitinni,
og er gerður að honum hinn bezti rómur. 1 leiknum er
allmikið af kvæðum, sem hann hefur sjálfm' gert og
sungin em undir ahnennmn lögum. Leikurinn túlkar
hið daglega líf í íslenzkri sveit, baráttu migra elskenda
og ósigra þeirra andspænis erfiðleikunum.1
Athyglisvert er, að elskendurnir skuh bíða ósigur í bar-
áttunni. Bendir það strax til seinni verka, bar sem söguhetj-
urnar lúta oftast í lægra haldi.
Móðir Guðmundar sótti það fast, að hann fengi að reyna
aftur við inntökuprófið í Menntaskólann, en faðir hans var
því mótfallinn. Lét hann ekki tilleiðast fyrr en vorið 1904 og
þá að áeggjan séra Magnúsar Þorsteinssonar, sem þá var
prestur í Selárdal. Stóðst Guðmundur nú prófið og settist í
fyrsta bekk Menntaskólans um haustið.
Næstu sex veturna dvaldist Guðmundur í Reykjavík og las
utanskóla undir stúdentspróf, sem hann tók með lágmarks-
einkunn vorið 1910.2 Hann varð að vinna mikið fyrir sér
með náminu, því að fjárhagsstuðningur að heiman var lítill.
Bjó hann um tíma hjá Birni Jónssyni ritstjóra og vann að
meira eða minna leyti við blað hans, Isafold.
Á sumrin var Guðmundur heima hjá foreldrum sínum og
systkinum á Bakka. Sumarið 1905 kom 13 ára sonur Thors
Jensens, Ölafur, með honum vestur og var þar um sumarið.
Til æskuvináttu þeirra er það að rekja, að Ólafur kostaði síð-
ar íslenzku útgáfuna á Höddu Pöddu. Eina sumarið, sem
Guðmundur fór ekki heim, var kosningasumarið 1908, sem
hann helgaði baráttunni gegn samþykkt uppkastsins svo-
1 Gísli Jónsson, 171.
2 Sjá Skýrslu um Hinn almenna mentaskóla í Reykjavík 1909-1910.