Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 74

Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 74
72 Vér morðingjar er heilsteyptasta og einnig dramatískasta verk Guðmundar Kambans. Frá upphafi til enda er það hlað- ið spennu, sem aldrei slaknar á. Bygging þess er hnitmiðuð, engin aukaatriði spilla heildarmyndinni, eins og í Marmara. Ytri atburðarás er ekki veigamikil, og skiptir þar ekkert neinu höfuðmáli nema banahöggið í lokin, sem er útrás þeirrar innri atburðarásar, sem öllu skiptir í leiknum. Styrk- ur leikritsins og meginatriði felast í tilsvörunum, sem lúta því einu að afhjúpa það, sem gerist innra með persónumun, og sýna átök þeirra. Er þessi aðferð yfirlýst stefna Kambans í leikritun, eins og fram kemur í viðtali við hann í tilefni af fyrirhugaðri sýn- ingu Vor morðingja í Kaupmannahöfn: Handling! udbryder han. Handling er for mig en Bi- ting. For mig er det Replikeme, det kommer an paa, og saa at sige udelukkende dem. Det er Replikernes Aand og Betydning, som er det afgorende.1 Og tilsvörin í Oss morðingjum missa ekki marks. 1 þeim gætir ekki málalenginga eða endurtekninga fyrri verka, heldur eru þau fersk og hnitmiðuð, — fjölbreytt — í upphafi gamansamleg - tilbrigði við sama stef. Veigamestu kaflar leikritsins eru átök hjónanna, þar sem sókn og vöm skiptast á. Tekst höfundi vel að skapa þeim áhrifamikla stígandi, sem nær hámarki í lok hvers þáttar. 1 greininni Aldarafmæli Leó Tolstojs, sem birtist í Les- bók Morgunblaðsins 9. september 1928,2 lýsir Kamban hrifningu sinni á þessum rússneska rithöfundi og boðskap hans um „hlutlausa fyrirstöðu“ gegn öllu valdboði. Þennan boðskap er þó varla að finna í verkum Kambans, nema helzt í Marmara, þegar Róbert Belford hvetur kviðdóminn til að ófrægja refsinguna.3 í þessari grein um Tolstoj minnist Kamban á sögu hans, Kreutzersónötuna, sem hann segir, að 1 Politiken 25. 2. 1920. 2 Einnig í Isafold 11. 9. 1928. 3 Marmari, 84^85.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.