Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 74
72
Vér morðingjar er heilsteyptasta og einnig dramatískasta
verk Guðmundar Kambans. Frá upphafi til enda er það hlað-
ið spennu, sem aldrei slaknar á. Bygging þess er hnitmiðuð,
engin aukaatriði spilla heildarmyndinni, eins og í Marmara.
Ytri atburðarás er ekki veigamikil, og skiptir þar ekkert
neinu höfuðmáli nema banahöggið í lokin, sem er útrás
þeirrar innri atburðarásar, sem öllu skiptir í leiknum. Styrk-
ur leikritsins og meginatriði felast í tilsvörunum, sem lúta
því einu að afhjúpa það, sem gerist innra með persónumun,
og sýna átök þeirra.
Er þessi aðferð yfirlýst stefna Kambans í leikritun, eins og
fram kemur í viðtali við hann í tilefni af fyrirhugaðri sýn-
ingu Vor morðingja í Kaupmannahöfn:
Handling! udbryder han. Handling er for mig en Bi-
ting. For mig er det Replikeme, det kommer an paa,
og saa at sige udelukkende dem. Det er Replikernes
Aand og Betydning, som er det afgorende.1
Og tilsvörin í Oss morðingjum missa ekki marks. 1 þeim
gætir ekki málalenginga eða endurtekninga fyrri verka,
heldur eru þau fersk og hnitmiðuð, — fjölbreytt — í upphafi
gamansamleg - tilbrigði við sama stef.
Veigamestu kaflar leikritsins eru átök hjónanna, þar sem
sókn og vöm skiptast á. Tekst höfundi vel að skapa þeim
áhrifamikla stígandi, sem nær hámarki í lok hvers þáttar.
1 greininni Aldarafmæli Leó Tolstojs, sem birtist í Les-
bók Morgunblaðsins 9. september 1928,2 lýsir Kamban
hrifningu sinni á þessum rússneska rithöfundi og boðskap
hans um „hlutlausa fyrirstöðu“ gegn öllu valdboði. Þennan
boðskap er þó varla að finna í verkum Kambans, nema helzt
í Marmara, þegar Róbert Belford hvetur kviðdóminn til að
ófrægja refsinguna.3 í þessari grein um Tolstoj minnist
Kamban á sögu hans, Kreutzersónötuna, sem hann segir, að
1 Politiken 25. 2. 1920.
2 Einnig í Isafold 11. 9. 1928.
3 Marmari, 84^85.