Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 104
102
hann orkar einna helzt sem smásmugulegur, óbilgjarn og
þrjózkur prédikari, sem telur enga skoðim réttmæta nema
sína eigin. Ástarsamband hans og komtessunnar er lítt skilj-
anlegt. Aukapersónurnar eru nafnlausir fulltrúar ýmissa
stétta og fordóma og eru ekki gæddar einstaklingseðli frem-
ur en sendiherrann, en gegna því hlutverki einu að móðgast
við hann á viðeigandi stöðum. í leikritinu er engin lifandi
persóna.
Stíll leikritsins er þungur og blæbrigðalítill, sneyddur
kímni. Prédikunar- og ræðutónn Marmara er ríkjandi. Til-
svör eru þó ekki jafn hástemmd og þar og láta ekki eins
mikið yfir sér, t. a. m. bregður myndiun og líkingum varla
fyrir. Málfarið er víða dönskuskotið og klúðurslegt sem fyrr:
ef middeginum er slept, hvernig er þá hægt að repre-
sentera? (23); Ég er hálf-afbrýðissöm við ölliun þess-
um dömum (45); Ástaratlot hjá okkur er það stór
hlutur - hljóðir draumar tveggja langana, sem rætast
þegar þær mætast (48); Ég var ofboð lítið hrædd um,
að sendiherranum mundi bregðast svona við (58);
heilt lífsafrek eins vísindamanns getur verið hlaðið
upp með árvakurri, hlífðarlausri notkun hverrar líð-
andi stundar (82).
Leikritið er hvorki meira né minna en heimsádeila og
boðskapur þess allyfirgripsmikill. Deilt er á flest milli him-
ins og jarðar, en engu hrósað. Sízt eiga siðir manna og sið-
ferði upp á pallborðið hjá sendiherranum. T. a.m.:
Sendiherra: ... mér skilst að einar siðferðisreglur séu
settar ungum, og aðrar fullorðnum.
faðirinn á til dæmis helst að banna bami sínu að
skrökva. En mér skilst, að ef bamið banni föður sín-
um að skrökva, sé það ekki talið vel siðað. Hvemig
stendur á þvi? (35).
Sendiherra: Við göngum naktir.
Greifafrúin: Naktir - alveg naktir?
Sendiherra: Alveg naktir.