Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 33

Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 33
31 trúin í gervi lítillar munaðarlausrar stúlku, sem verður úti í blindbyl, af því að mennirnir úthýsa henni. Þegar hún er orðin að engli, er hún send til jarðarinnar að boða mönnun- um kærleika guðs, en þeir vilja ekki taka á móti honum. Ævintýrið Det er det samme er hið eina, sem birtist eftir H. C. Andersen á frummálinu, en einnig i islenzkri þýðingu Jónasar, ÞaS er alveg eins. Hér er andatrúin sannleiksperl- an, sem kóng nokkurn vantar í kórónuna sína; perluna er aðeins að finna í „hyldýpi kærleikans",1 en „ekki gat hann farið að kafa svona djúpt“,2 og varð því að vera án perlunn- ar. Skjóta hér upp kollinum greinileg áhrif frá hinum fleygu orðum Steingrims Thorsteinssonar: „Á sorgarhafs botni sannleiks perlan skín, / þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þin.“ 3 Næsta ævintýri er eignað þeim H. C. Andersen, Jónasi Hallgrímssyni og Snorra Sturlusyni í sameiningu og heitir stutt og laggott ?. Fjallar það um Heimsku drottningu og gesti hennar, sem gera árangurslausar tilraunir til að ná öndum í borð. Vitaskuld árangurslausar, af því að heimsk- ingjar skilja ekld andatrúna. Eins og bent var á i ritdómi, má vafalaust rekja hugmyndina að „Heimsku drottningu“ til Lofkvæðis Hannesar Hafsteins til heimskunnar.4 Snorri skrifar vitanlega fornmál, sem hefur að vísu ekki komizt al- veg snurðulaust til skila, enda hátt í sjö aldir á milli. Fyrir koma orðmyndir, sem eru ekki í samræmi við hugmyndir málfræðinga um íslenzkt mál á 13. öld, og þar að auki marg- ar slæmar málvillur. Fjórða ævintýrið, 1 - jarShúsum, eignað Jónasi einum, er bæði lengst og bczt; bregður þar fyrir nokkrum góðum skáld- legum líkingum og myndum. Segir þar frá því, hvernig andatrúin kastaði ljósi yfir syrgjandi heimili. En „eins og 1 Or dularlieimum, 22. 2 S. st., 23. 3 Steingrímur Thorsteinsson, 191. 4 Sjá ritdóm Björns M. Olsens í Þjóðólfi 20. 4. 1906. Hannes Haf- stein, 156.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.