Studia Islandica - 01.06.1970, Side 33
31
trúin í gervi lítillar munaðarlausrar stúlku, sem verður úti
í blindbyl, af því að mennirnir úthýsa henni. Þegar hún er
orðin að engli, er hún send til jarðarinnar að boða mönnun-
um kærleika guðs, en þeir vilja ekki taka á móti honum.
Ævintýrið Det er det samme er hið eina, sem birtist eftir
H. C. Andersen á frummálinu, en einnig i islenzkri þýðingu
Jónasar, ÞaS er alveg eins. Hér er andatrúin sannleiksperl-
an, sem kóng nokkurn vantar í kórónuna sína; perluna er
aðeins að finna í „hyldýpi kærleikans",1 en „ekki gat hann
farið að kafa svona djúpt“,2 og varð því að vera án perlunn-
ar. Skjóta hér upp kollinum greinileg áhrif frá hinum fleygu
orðum Steingrims Thorsteinssonar: „Á sorgarhafs botni
sannleiks perlan skín, / þann sjóinn máttu kafa, ef hún
skal verða þin.“ 3
Næsta ævintýri er eignað þeim H. C. Andersen, Jónasi
Hallgrímssyni og Snorra Sturlusyni í sameiningu og heitir
stutt og laggott ?. Fjallar það um Heimsku drottningu og
gesti hennar, sem gera árangurslausar tilraunir til að ná
öndum í borð. Vitaskuld árangurslausar, af því að heimsk-
ingjar skilja ekld andatrúna. Eins og bent var á i ritdómi, má
vafalaust rekja hugmyndina að „Heimsku drottningu“ til
Lofkvæðis Hannesar Hafsteins til heimskunnar.4 Snorri
skrifar vitanlega fornmál, sem hefur að vísu ekki komizt al-
veg snurðulaust til skila, enda hátt í sjö aldir á milli. Fyrir
koma orðmyndir, sem eru ekki í samræmi við hugmyndir
málfræðinga um íslenzkt mál á 13. öld, og þar að auki marg-
ar slæmar málvillur.
Fjórða ævintýrið, 1 - jarShúsum, eignað Jónasi einum, er
bæði lengst og bczt; bregður þar fyrir nokkrum góðum skáld-
legum líkingum og myndum. Segir þar frá því, hvernig
andatrúin kastaði ljósi yfir syrgjandi heimili. En „eins og
1 Or dularlieimum, 22.
2 S. st., 23.
3 Steingrímur Thorsteinsson, 191.
4 Sjá ritdóm Björns M. Olsens í Þjóðólfi 20. 4. 1906. Hannes Haf-
stein, 156.