Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 45
43
málsstefnu, sem höfundur hennar boðaði í greininni Mál-
fræði og stíl frá 1909 og áður er að vikið.1 Virðist Kamban
hafa sézt yfir þá staðreynd, að ljóðrænn stíll er jafn fjar-
lægur talmáli og hið foma og tilgerðarlega orðafar, sem
hann fann að í fyrrnefndri grein.
Kamhan bauð Leikfélagi Reykjavíkur Höddu Pöddu til
sýningar nýsamda haustið 19122 og síðar einnig Konung-
lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn,3 en hvomgt þeirra hafði
áhuga á að sýna leikritið; þótti sviðsetning bjargsigsins í síð-
asta þætti illframkvæmanleg.4 Það var ekki fyrr en Georg
Brandes, sem alla tíð var mjög hliðhollur íslenzku rithöfund-
umrm í Kaupmannahöfn, hafði vakið athygli á leikritinu,5
að Konunglega leikhúsið fékkst til að setja það á svið. Brandes
hrósar leikritinu mjög og kveður svo sterkt að orði um Höddu
Pöddu, að svo djúpt og sálríkt kveneðli og svo ósveigjanleg
karhnannslund hafi varla fyrr sézt sameinuð á leiksviði.6
Grein Brandesar er nokkuð hástemmd og ekki laus við forn-
aldarrómantík fremur en aðrar danskar greinar um íslenzku
rithöfundana.
Hadda Padda var frumsýnd í Konunglega leikhúsinu 14.
nóvember 1914, og hafði höfundurinn sjálfur verið fenginn
til aðstoðar við leikstjórn.7 Varð það upphaf á leikstjórnar-
starfi Kambans, sem átti eftir að verða umfangsmeira síðar.
Titilhlutverkið lék Ella Ungermann og fékk mikið lof fyrir.8
Ingólf og Kristrúnu léku Poul Remnert og Agnete Egeberg,
en hún varð síðar eiginkona Guðmundar Kambans. I endur-
minningum sínum, Masker og Mennesker, segir Poul Reu-
mert frá ýmsum atvikum í sambandi við sviðsetninguna.
1 Sbr. bls. 35 hér að framan.
2 Sbr. Stefán Einarsson 1932, 12.
3 Sjá grein eftir Kamban í Berlingske Tidende 26. 9. 1915,
4 S. st.
5 Sjá Tilskueren, Maj 1914.
6 S. st.,412.
7 Sbr. Morgunblaðið 2. 3. 1927.
8 Sjá leikdóm í Berlingske Tidende 15. 11. 1914 og Poul Reumert,
Masker og Mennesker, 86.