Studia Islandica - 01.06.1970, Page 59

Studia Islandica - 01.06.1970, Page 59
57 að fangelsisrefsingar hafi hvorki holl né bætandi áhrif á af- brotamenn, eins og talið væri, heldur brjóti þá niður á sál og líkama og slævi siðgæðisvitund þeirra. Kæmu þeir því forhertir og fullir haturs og hefndarþorsta úr fangelsinu og væru samfélaginu margfalt hættulegri en nokkru sinni fyrr. Thomas Mott Osborne var tvö ár forstjóri hins alræmda Sing Sing fangelsis og kom þar á ýmsum breytingum í anda kenninga sinna, en árið 1916 var honum vikið úr embætti. Olli brottvikning hans miklum blaðadeilum um öll Banda- ríkin. Fóru þær ekki fram hjá Guðmundi Kamban og hafa vafalaust orðið til þess að vekja athygli hans og áhuga á refsimálum og eðli glæpa.1 Um þessar mundir kemur fram hjá Kamban mikið dálæti á enska skáldinu Oscari Wilde, en það er tvimælalaust sprottið af vaknandi áhuga Kambans á refsimálum.2 3 Þegar Kamban kemur aftur til Kaupmannahafnar, lætur hann það verða með sínum fyrstu verkum að flytja þar tvo fyrirlestra um þessi mál, annan um fangelsi, hinn um Oscar Wilde.s 1 Sbr. grein hans um Tolstoj í Lesbók Morgunblaðsins 9. 9. 1928; einnig í Isafold 11. 9. 1928. 2 Sjá Heimskringlu 14. 12. 1916. - Stefán Einarsson 1932, 16, telur hins vegar, að það Iiafi verið Oscar Wilde, sem í fyrstu beindi áhuga Kambans að „þjóðfélagsmeinunum". Rök mín fyrir hinu gagnstæða eru einkum þau, að áhuga Kambans verður ekki vart fyrir Ameríkudvölina; bent hefur verið á, að einmitt á Amerikuárum Kambans blossuðu upp deilur um fangelsis- og refsimál, sem hafa mjög sennilega vakið áhuga hans. Aftur á móti fara ekki af því sögur, að Oscar V/ilde hafi verið í há- vegum hafður í Bandarikjunum um þessar mundir, nema hvað Thomas Mott Osborne vitnar hvað eftir annað í kvæði Wildes um fangann, The ballad of Reading gaol (Within prison walls, 314; Society and prisons, 92, 143, 147-148), og það gerir Kamban reyndar líka i ritgerð sinni um Wilde (Iðunn 1929, 219). Einnig er það athyglisvert í þessu sambandi, að Kamban verður þar tíoræddast um þau atriði í lífi og verkum Wildes, sem snerta fangelsisvist hans. 3 Sjó ísafold 4. 5. 1918. Báðir eru fyrirlestrarnir til á dönsku í eigin- handarriti höfundar í vörzlu Gísla Jónssonar. Otdrátt úr fyrirlestrinum um fangelsin birti Kamban í Nationaltidende 3. 9. og 4. 9. 1924 undir titlinum Fængselets Andel i Forbrydelsen. Yfirfangelsisstjóri Danmerk- ur, Thorkild Fussing, reis upp til andmæla í sama blaði 6. 9. 1924. - Fyr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.