Studia Islandica - 01.06.1970, Page 95

Studia Islandica - 01.06.1970, Page 95
93 hamingjusnautt og tómt, og boðar henni dýrð guðs og þá hamingju, sem sé fólgin í því að þjóna honum einum. Þar kemur, að Percy fær ekki lengur staðizt fegurð konunnar og freistingu holdsins. Hann lætur guðstrú sina og köllun lönd og leið, en þráir það eitt að fylgja Yivienne á hennar synd- ugu braut og njóta lystisemda hins jarðbundna lífs. En trú- arboðskapur hans hefur haft áhrif á Vivienne og sannfært hana. Hún fyllist viðbjóði á lífemi sínu og ákveður að gera yfirbót og byrja nýtt líf helgað guði einum. Þau hafa talið hvort öðru hughvarf. Léttúðardrósin Yivienne dregur sig í hlé frá skarkala lífsins, en dýrlingurinn Percy, sem elskar hana og gimist, hverfur út í mannlífið til þess að kynnast því af eigin raun. Höfundur getur þess, að efni leiksins styðjist við „atburð úr fomri helgisögn“.1 Nánari útlistun þessa er að finna í formála fyrir enskri þýðingu leikritsins, en þar segir: The germ of the idea was suggested by the well- known legend of Paphnutius and Thais in Athenæus.2 Hér hefur Kamban skjöplazt nokkuð, þar sem hann ger- ir eina Thais úr tveimur. Gríski sagnaritarinn Athenaios segir frá grískri konu að nafni Thais, sem á að hafa verið ástmey Alexanders mikla, en hjá honum er enga sögn að finna um samskipti hennar og dýrhngsins Paphnutiusar. Hins vegar er annars staðar til skráð helgisögn frá 4. öld um egypzka gleðikonu með sama nafni, sem einsetumunk- urinn Paphnutius snýr frá villu vegar og var að lokum dýrk- uð sem heilög kona.3 Um þá Thais samdi Anatole France samnefnda skáldsögu, sem út kom árið 1890. Gerir hann þá mikilvægu breytingu á helgisögninni, að einsetumunkurinn 1 Sbr. 3ja blað handrits islenzku gerðarinnar; bls. 5 í dönsku út- gáfunni. 2 Enska þýðingin, Stars above the wildemess, var aldrei gefin út, en vélritað eintak er til hjá Gísla .Tónssyni. 3 Sjá Bonniers Lexikon 14 og Grand Larousse encyclopédique 10 undir Thais.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.