Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 79

Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 79
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 77 Brynjar: Aðgöngumiðinn að EES-samningnum rándýr Fjölmörg dæmi er hægt að taka um regluverk frá Evrópusambandinu sem fellt hefur verið undir EES-samninginn sem tekur engan veginn mið af aðstæðum hér á landi. Til að mynda má nefna af handahófi nýja löggjöf frá sambandinu sem kveður á um að sérstakur persónuverndarfulltrúi skuli vera starfandi í hverju sveitarfélagi í landinu.12 Sömuleiðis sölubann á hefðbundnar glóperur og kraft miklar ryksugur13 sem er lýsandi fyrir tilhneigingu Evrópusambandsins til þess að vilja stýra smæstu atriðum í lífi venjulegs fólks. Taka má einnig dæmi um regluverk sem haft hefur afdrifaríkar afleiðingar hér á landi, eins og meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Mikið hefur verið rætt um það í gegnum tíðina að regluverk frá Evrópusambandinu fari á færibandi í gegnum Alþingi án mikillar umræðu nema í einstaka tilfellum. Þingmenn hafa ekki sízt talað á þeim nótum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, ræddi til að mynda þessa stöðu í Bítinu á Bylgjunni í febrúar 2014 og var ekki að skafa utan af því: „Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópu- sambandinu,“ sagði Brynjar um störf sín á Alþingi. Lýsti hann aðspurður efasemdum um að margir þingmenn vissu hvað þeir væru að samþykkja. Skilaboðin væru einfaldlega þau að þetta væri regluverkið sem þeir ættu að innleiða. Ástæðan fyrir því að ekki gengi nógu vel að innleiða regluverkið væri sú að ekki væri nógu fjölmennt starfslið til þess hjá hinu opinbera. „Það er svo dýrt, aðgöngumiðinn að þessum innri markaði er rándýr fyrir okkur.“ Brynjar sagðist hafa velt því fyrir sér hvort endurskoða þyrfti EES-samninginn. „Það eru alls konar hlutir í þessum samningi sem ég hef aldrei skilið af hverju við þurfum að fara eftir regluverki þeirra með. Mér finnst það ekki einu sinni tengjast þessum innri markaði í raun. En þetta er bara eitthvað sem hefur gerzt og maður einhvern veginn situr með þetta í fanginu og veit ekki sitt rjúkandi ráð.“14 Kemur líklega í veg fyrir fríverzlun við Bandaríkin Þrátt fyrir að aðild Íslands að EES-samningnum meini okkur ekki að gera fríverzlunarsamninga við önnur ríki gerir regluverk Evrópu- sambandsins sem tekið er upp hér á landi slíka vinnu að minnsta kosti erfiðari en ella og í það minnsta í sumum tilfellum líklega ómögulega. Ástæðan er einkum sú að við getum ekki samið um breytingar á regluverkinu til þess að koma til móts við viðsemjendur okkar enda ekki reglur settar af okkur. Ríki sem semja við okkur Íslendinga um fríverzlun verða þannig áður en formlegar viðræður hefjast að sætta sig við þann veruleika að hér á landi gildir viðamikið regluverk frá Evrópusambandinu sem íslenzk stjórnvöld geta ekki hagað eftir eigin höfði. Regluverk Evrópusambandsins sem tekið er upp í gegnum EES-samninginn virkar þannig í raun með hliðstæðum hætti og beinir tollar. Regluverkið er í ófáum tilfellum hugsað sem óbeinar viðskiptahindranir í þeim tilgangi að vernda framleiðslu ríkja sambandsins fyrir utanaðkomandi samkeppni. Rétt er að hafa í huga að Evrópusambandið er í grunninn tollabandalag, en slík bandalög hafa einmitt þann tilgang og eru þannig í raun andstæða fríverzlunar. Rifja má upp að misheppnaðar fríverzlunarviðræður sambandsins við Bandaríkin snerust fyrst og fremst um slíkar óbeinar viðskiptahindranir í formi regluverks en ekki um beina tolla. Fulltrúar fyrirtækja á Íslandi sem átt hafa í umtalsverðum viðskiptum við Bandaríkin hafa á undanförnum árum vakið máls á því að EES-samningurinn stuðli í vaxandi mæli að erfiðleikum í slíkum viðskiptum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.