Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 84

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 84
82 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Samskipti að fornu og nýju Gelísk eða keltnesk áhrif á Íslandi hafa frá landnámi verið meiri en sögur herma, ef marka má kenningar Þorvaldar Friðrikssonar, fornleifafræðings2. Hann hefur bent á, máli sínu til stuðnings, að fjölmörg orð í íslenzku eiga sér ekki samstofna orð í öðrum norræn- um málum, en þau er aftur á móti að finna í gelísku, sem enn er töluð sums staðar á Bret- landseyjum. Gelísk áhrif á íslenzka menningu eru þaðan ættuð. Í Landnámu er getið um umfangsmikið landnám frá Bretlandseyjum, t.d. landnám Auðar, djúpúðgu, í Dölum, en hún kom með lið sitt úr Suðureyjum. Með henni í för voru höfðingjar úr eyjunum, sem settust allvíða að á Íslandi og tóku sér hér mannaforráð. Landnámsfólkið úr Bretlandseyjum flutti með sér kristna bókmenningu til Íslands, sem skaut rótum, og af þeim meiði uxu síðan bókmenntir Íslendinga, sem voru einsdæmi á Norðurlöndunum á sinni tíð, en áttu sér rætur í hefðbundinni bókmenningu Kelta til forna. Keltar voru á árunum 700-1000 ekki samstiga Rómarkirkjunni, heldur þróuðu sína sjálfstæðu menningu innan vébanda kaþólskrar kirkju, sem ekki laut þó forræði páfans í Róm. Á þessum grunni þróuðu Íslendingar sína sagnahefð og kveðskap og síðar stafróf og ritmenningu. Af þessum sökum finnast ekki leifar af sambærilegri ritmenningu í hinum norrænu löndunum frá því fyrir 1300, enda voru íslenzkir sagnarit- arar fengnir til ritstarfa þar, t.d. í Noregi, á þessu blómaskeiði Íslands. Menningarsamband hélzt með Bretum og Íslendingum fyrir og eftir kristnitökuna, og voru ungir menn sendir héðan til náms í Bretlandi, t.d. í Lincoln á Englandi. Á 15. öld hafði skipakostur og siglingatækni Breta eflzt nægilega, til að þeir sæju sér hag í að stunda fiskveiðar hér við land fyrir heimamarkað og viðskipti við Íslendinga, sem þá voru komnir undir Danakonung. Voru Englendingar svo áberandi hér, að þessi öld er stundum kölluð Enska öldin, þótt Danir væru vissulega form- legir valdhafar hér. Á næstu öld á eftir, Siðskiptaöldinni, urðu miklar róstur á meðal germanskra þjóða meginlands Evrópu, á öllum Norðurlöndunum og á Bretlandseyjum, í kjölfar upp reisnar Ágústínusarmunksins og prófessorsins við háskólann í Wittenberg í Saxlandi, Marteins Lúthers, gegn rómversk-kaþólsku kirkjunni. Marteinn Lúther tók mjög ákveðna afstöðu gegn Bændauppreisninni í Þýzkalandi um 1520-1525, sem kenningar hans urðu þó kveikjan að. Við þetta missti uppreisn hans flugið á meginlandinu, en svo fór, að ríki í norðanverðri Evrópu sögðu skilið við páfadóm og stofnuðu mótmælendakirkjur, sem reistar voru á trúarkenningum Marteins Lúthers og samverkamanna hans. Englend- ingar sögðu skilið við páfann í Róm nokkru síðar á öldinni eða á dögum Hinriks, konungs, VIII, sem stofnaði ensku biskupakirkjuna. Englendingar sköpuðu sér þannig sérstöðu í trúmálum, þar sem þeir höfnuðu lútherskum sið, þótt þeir gerðust flestir mótmælendur. Er þetta dæmi um sjálfstæða afstöðu Englend- inga til meginstrauma á meginlandinu. Hérlendis höfðu bæði Englendingar og Þjóðverjar (Hansakaupmenn) komið sér fyrir, t.d. Englendingar í Grindavík og Þjóðverjar í Hafnarfirði og við Straumsvík. Varð sam- keppnin svo hörð á milli þeirra, að til vopna- viðskipta kom á Suðurnesjum. Á 17. öld urðu miklar væringar á milli trúar- hópa á meginlandi Evrópu og á Bretlandi, sem náðu hámarki með 30 ára stríðinu, 1618- 1648, sem aðallega var háð í Þýzkalandi og gekk afar nærri þýzku þjóðinni, sem var í raun í heila öld á eftir að ná sér eftir þann hildar- leik. Á Bretlandi varð borgarastyrjöld, sem endaði með mikilli styrkingu enska þingsins á kostnað konungsvaldsins. Áttu Englendingar þar frumkvæði að lýðræðislegri stjórnarhátt- um en tíðkazt höfðu í Evrópu og skáru sig lengi vel úr, hvað þingræðislegt stjórnarfar varðar. Á 17. öld tóku Bretar fyrir alvöru að byggja upp flotaveldi sitt, sem varð brátt hið mesta í Evrópu, og hefur engu Evrópuríki tekizt að skáka þeim á því sviði fram á okkar dag fyrr en e.t.v. nú, að Rússland er tekið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.