Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 90
88 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Það er óþarfi fyrir íslenzka utanríkisráðu- neytið að eyða miklu púðri í að finna sjálft upp hjólið í þessu sambandi. Í grófum dráttum er líklega nóg að eiga ljósritunarvél og að kunna á hana. Á árinu 2018 mun væntanlega koma í ljós, hvaða viðskiptakostir standa Bretum til boða. ESB mun ekki vera fráhverft því, að Bretar gangi aftur í EFTA og gangi þannig undir skilmála EES með Íslandi, Noregi og Liechten stein. Bretar eru hins vegar síður en svo ginnkeyptir fyrir aðild að EES, sem mundi færa þeim frjálsa för fólks á milli EES-land- anna, en hún réði atkvæði margra gegn aðild í umræddri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá mundu Bretar innan EES í raun áfram verða undir lögsögu Evrópudómstólsins, sem er eitur í beinum útgöngusinna. Brezka þingið yrði síður en svo hrifið af því að þurfa að samþykkja lög á færibandi frá ESB, sem Bretar hefðu haft litla hönd í bagga með og ekki mátt greiða atkvæði um innan vébanda EES. Norsku samtökin „Nei við ESB“ hafa birt skýrslu4, þar sem fram kemur, að frá upphafi aðildar Noregs að EES árið 1992 og fram á árið 2017 hafa 12.000 tilskipanir og reglu- gerðir frá ESB verið innleiddar í Noregi „sem [hafa] breytt norsku samfélagi á ýmsum sviðum, þ. á m. í geirum samfélagsins, sem áttu að vera utan [EES-]samningsins, svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði“, skrifar Morten Harper4. Á Íslandi hafa um 11.000 innleiðing- ar frá ESB átt sér stað í íslenzk lög frá 1994 eða um 460 á ári hverju. Þetta er líklega meira en nemur eigin afköstum Alþingis og embættismannakerfisins, þótt reglugerðir séu með taldar. Þetta flóð frá þúsundum búrókrata í Berlaymont eitt út af fyrir sig og sú staðreynd, að ESB-gjörningarnir spanna að hluta málefnasvið, sem áttu að vera utan seilingar ESB, þegar Alþingi og Stórþingið samþykktu EES-samninginn á sinni tíð, vekur til umhugsunar um, hvort fullveldi Íslands og Noregs hafi verið flutt til stofnana ESB og ESA/EFTA-dómstólsins í mun meiri mæli en í upphafi var ráðgert. Það blasir við mörgum, að nú er svo komið, að löggjafarstofnanir Íslands og Noregs eru komnar út á hála braut gagnvart stjórnarskrám sínum. Samt hafa þjóðirnar sjálfar aldrei fengið að tjá sig beint um afstöðuna til EES, og er vissulega kominn tími til þess við þau vatnaskil, að ein mikilvægasta viðskiptaþjóð þessara tveggja EFTA-ríkja er að losa sig undan aðild að ESB. Sú staðreynd fjölgar valkostum um viðskipta- sambönd í Evrópu. Í skýrslunni, „The EEA is not the Way“5 eru færð ítarleg rök fyrir því, að hagsmunum Bretlands verði ekki bezt fyrir komið innan vébanda EES eftir skilnaðinn við ESB, heldur með tvíhliða viðskiptasamningi. Sömu rök gilda enn frekar fyrir smáríki í Evrópu. „Nei við ESB“ er í raun orðið að „Nei við EES“, og eru m.a. færð þessi rök fyrir úrsögn Noregs úr EES: „EES-samningurinn hefur reynzt nákvæm- lega eins og samningurinn, sem „Nei við ESB“ varaði við, þegar Noregur gerðist aðili fyrir 25 árum: „greiða, hlýða og þegja“. Í Brexit- umræðunni hafa sumir mælt fyrir EES, sem möguleika fyrir Bretland, þ.m.t. framkvæmdastjórn ESB, en kennslustundin frá Noregi eftir aldarfjórðungsreynslu er sú, að í EES er landið ekki fært um að stjórna eigin málum. [jafngildir fullyrðingu um, að veigamikið fullveldisframsal hafi farið fram frá Stórþinginu til stjórnkerfis ESB, sem kemur heim og saman við reynsluna af fullveldisframsali Alþingis.] Og það, sem kann að hafa verið ætlað sem tímabundið fyrirkomulag, dagaði uppi í áratugi. EES- samningurinn var reyndar gerður til að undirbúa aðild Noregs að ESB – sem þjóðin hafnaði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu 1994. Við í „Nei við ESB“ viljum skipta á EES- samninginum og nýjum viðskiptasamningi og krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um uppsögn EES-samningsins. Við erum viss um, að það væri betra að eiga viðskipti á jöfnum skilmálum við ESB en að vera samþætt inn í Innri markaðinn og „frelsi“ hans: frjálst flæði vöru, þjónustu, fjárma- gns og vinnuafls [og nú síðast 5. frelsið: frjálst flæði orku, sem jafngildir fullveldis- sviptingu á orkumálasviðinu – innsk. BJo].
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.