Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 21
19
f. Áhrif á þunga ánna, sem gengu á túni.
Ærnar, mæður B-flokkslambanna, 15 að tölu, voru, eins og áður er getið,
hafðar með lömbum sínum á túni á tilraunaskeiðinu. Þær voru vegnar í bvrj-
un og lok tilraunar. Þær vógu að meðaltali 13. september 50.20 kg, en 10. októ-
ber 56.67 kg og bættu því við sig á tilraunaskeiðinu 6.47 kg. Þessi þyngdar-
aukning mun að mestu eða öllu levti liggja í kjöti, mör og gæru, Þetta er mik-
ilsverð framför, ef um gamalær er að ræða, sem á að slátra, og einnig ef mæð-
urnar eru lambgimbrar eða rýrar tvílembur. Aftur á móti er ekki vitað, hvort
ærnar mjólka svo mikið í septembermánuði, að lömbin hafi verulegan hag af
að ganga með þeim á túni. Þarf að gera íilraunir með það, því að ástæðulaust
er að beita fullþroska lífám á tún að haustinu og láta þær taka dýrmætt gras
trá lömbunum, ef þær mjólka ekki svo vel, að lömbin vaxi til muna betur með
mæðrunum en móðurlaus.
3. HELZTU NIÐURSTÖÐUR.
1. Tilraun var gerð haustið 1954 í Blöndudalshólum í Austur-Húnavatns-
sýslu með að bera sarnan framför larnba, sem gengu með mæðrum, annars veg-
ar á túni (há), en hins vegar í úthaga, í 27 daga frá 13. september til 10. októ-
ber. í tilraunina voru notuð 40 lömb, 24 lirútar og 16 gimbrar, sem skipt var
13. september í tvo jafna flokka A og B eftir jmnga á fæti og kyni. Lömbin í A-
flokki gengu í úthaga, en lömbin í B-flokki á túni til 10. október, er þau voru
vegin á fæti og slátrað næsta dag.
2. Er tilraunin hófst vógu lömbin í A-flokki 32.42 kg og í B-flokki 32.35 kg.
Á tilraunaskeiðinu jn ngdust lömbin í A-flokki 4.73 kg og í B-flokki 7.00 kg
að meðaltali á fæti. Afurðir lambanna á blóðvelli vógu að meðaltali: f A-
flokki fall 12.80 kg, mör 1.20 kg og gæra 2.98 kg, en í B-flokki fall 13.83 kg,
mör 1.65 kg og gæra 3.15 kg. Meðalafurðir lambanna, sem gengu á túni (B-
fl.) í kjöti, mör og gæru, verða 1.65 kg meiri en þeirra, sem gengu á útjörð (A-
f].), er sýnir hag af háarbeit fyrir sláturlömb, a.m.k. þegar hún er ekki svo
sprottin, að hægt sé að slá hana.