Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 26
V. KAFLI.
TILRAUN í BLÖNDUDALSHÓLUM 1956
1. RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR.
í þessa tilraun voru notuð 40 lömb, 20 af hvoru kyni, í Blöndudalshólum
í Austur-Húnavatnssýslu. Tilraunin hófst 15. september og stóð til 8. október.
Þann 15. september voru lömbin vegin á fæti, merkt einstaklingsmerki og
þeim skipt í tvo jafna flokka eftir þunga og kyni á sama hátt og lýst er í kafla
I. Lömbin í A-flokki voru höfð með mæðrum sínum í úthaga allt tilrauna-
skeiðið, en lömbin í B-flokki gengu með mæðrum sínum á tvíslegnu túni á
sama tíma. Beitt var á sömu túnspildu og í tilraununum, sem lýst er i kafla
III og IV.
Þann 8. október voru lömbin í báðum flokkum vegin á fæti og þeim slátrað
daginn eftir. Afurðir voru vegnar og metnar á sama hátt og lýst er í kafla III.
Mæður lambanna í báðum flokkum voru vegnar í byrjun og lok tilrauna-
skeiðsins til þess að fylgjast með þrifum þeirra. Aðfaranótt 3. október gerði
stórhríð af norðri, sem stóð yfir í 2þó sólarhring. Túnlömbin voru á skjól-
Iausri sléttu og í hættu fyrir skurðum. Voru þau sett í hús fyrsta hríðardaginn
og stóðu þar í svelti í tæpa tvo sólarhringa, en úthagalömbin voru úti í hríð-
inni, og munu a.m.k. sum þeirra hafa notið nokkurs skjóls. Tvö þeirra fórust,
og var þungi þeirra á fæti og afurðir áætlað, og við þá útreikninga stuðzt við
frávik flokksins og frávik samstæðanna, sem þessi lömb voru í, frá heildar-
meðaltali (Fitting of Constants) (Goulden, 1952).
2. NIÐURSTÖÐUR TILRAUNARINNAR.
a. Áhrif á þunga á fæti.
Tafla 19 sýnir meðalþunga hrúta annars vegar og gimbra hins vegar og
allra lambanna í hvorum flokki við byrjun og lok tilraunaskeiðsins. Einnig
sýnir taflan mismun á þyngdaraukningu flokkanna innan hvors kyns fyrir sig
og bæði kyn sameiginlega ásamt raunhæfni mismunarins.
Eins og tafla 19 sýnir, varð þyngdaraukning lambanna á fæti á tilrauna-
skeiðinu raunhæft minni í flokknum, sem á túni gekk, en eins og sést í lið b,
kemur þessi munur ekki fram á fallþunga lambanna og mun því orsakast af
því, að túnlömbin hafa verið kviðminni en úthagalömbin.