Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 26

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 26
V. KAFLI. TILRAUN í BLÖNDUDALSHÓLUM 1956 1. RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR. í þessa tilraun voru notuð 40 lömb, 20 af hvoru kyni, í Blöndudalshólum í Austur-Húnavatnssýslu. Tilraunin hófst 15. september og stóð til 8. október. Þann 15. september voru lömbin vegin á fæti, merkt einstaklingsmerki og þeim skipt í tvo jafna flokka eftir þunga og kyni á sama hátt og lýst er í kafla I. Lömbin í A-flokki voru höfð með mæðrum sínum í úthaga allt tilrauna- skeiðið, en lömbin í B-flokki gengu með mæðrum sínum á tvíslegnu túni á sama tíma. Beitt var á sömu túnspildu og í tilraununum, sem lýst er i kafla III og IV. Þann 8. október voru lömbin í báðum flokkum vegin á fæti og þeim slátrað daginn eftir. Afurðir voru vegnar og metnar á sama hátt og lýst er í kafla III. Mæður lambanna í báðum flokkum voru vegnar í byrjun og lok tilrauna- skeiðsins til þess að fylgjast með þrifum þeirra. Aðfaranótt 3. október gerði stórhríð af norðri, sem stóð yfir í 2þó sólarhring. Túnlömbin voru á skjól- Iausri sléttu og í hættu fyrir skurðum. Voru þau sett í hús fyrsta hríðardaginn og stóðu þar í svelti í tæpa tvo sólarhringa, en úthagalömbin voru úti í hríð- inni, og munu a.m.k. sum þeirra hafa notið nokkurs skjóls. Tvö þeirra fórust, og var þungi þeirra á fæti og afurðir áætlað, og við þá útreikninga stuðzt við frávik flokksins og frávik samstæðanna, sem þessi lömb voru í, frá heildar- meðaltali (Fitting of Constants) (Goulden, 1952). 2. NIÐURSTÖÐUR TILRAUNARINNAR. a. Áhrif á þunga á fæti. Tafla 19 sýnir meðalþunga hrúta annars vegar og gimbra hins vegar og allra lambanna í hvorum flokki við byrjun og lok tilraunaskeiðsins. Einnig sýnir taflan mismun á þyngdaraukningu flokkanna innan hvors kyns fyrir sig og bæði kyn sameiginlega ásamt raunhæfni mismunarins. Eins og tafla 19 sýnir, varð þyngdaraukning lambanna á fæti á tilrauna- skeiðinu raunhæft minni í flokknum, sem á túni gekk, en eins og sést í lið b, kemur þessi munur ekki fram á fallþunga lambanna og mun því orsakast af því, að túnlömbin hafa verið kviðminni en úthagalömbin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.