Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Page 28
26
Meðalkjötprósenta lambanna í túnflokknum (B-fl.) er 2.19% hærri en
í A-flokki. Er sá munur raunhæfur og stafar sennilega af minni kviðfvlli tún-
lambanna í lok tilraunaskeiðsins. I báðum flokkum höfðu gimbrar hærri kjöt-
prósentu en hrútar. í báðum flokkum sameiginlega nemur þessi munur 1.54%,
og er hann raunhæfur. Þessi munur á kjötprósentu kynja er venjulegur.
d. Áhrif á gæðamat.
Tala falla í hverjum gæðaflokki fyrir hrúta og gimbrar sér og bæði kyn
sameiginlega í báðum flokkum er gefin í töflu 22.
Tafla 22. Gæðamat, tala falla.
Grading, number of carcasses.
Flokkur group
Gæðaraat qual. grade
Hrútar $
Gimbrar 2
Bæði kyn $ & 2
A
II
5
5
10
III
0
0
0
I
6
8
14
B
II
4
I
5
III
0
1
1
í töflu 22 eru ekki talin með nema þau 38 lömb, sem komu til slátrunar.
B-flokkslömbin mátust aðeins betur, en sá munur er þó ekki raunhæfur.
e. Áhrif á mör og gæru.
Lömbin í A-flokki lögðu sig að meðaltali með 1.11 kg mör og 3.07 kg gæru,
en lömbin í B-flokki lögðu sig til jafnaðar með 1.10 kg mör og 3.05 kg gæru.
Afurðir þessar eru því sem næst jafnmiklar í báðum flokkum.
f. Áhrif á þunga ánna.
Ærnar, sem gengu í úthaga á tilraunaskeiðinu, þyngdust að meðaltali 3.25
kg, en þær, sem gengu á túni, þyngdust 4.47 kg, eða 1.22 kg meira.
3. HELZTU NIÐURSTÖÐUR.
1. Tilraun var gerð haustið 1956 í Blöndudalshólum með að bera saman
framför lamba, sem gengu með mæðrum, annars vegar á túni (há), en hins
vegar á útjörð, í 23 daga frá 15. september til 8. október.
í tilraunina voru notuð 40 lömb, jafnmörg af hvoru kyni, og var þeim skipt
í tvo jafna flokka, A og B, eftir þunga á fæti og kyni, er tilraunin hófst. A-
flokkslömbin gengu á úthaga, en B-flokkslömbin á túni til 8. október, er þau
voru vegin á fæti og slátrað næsta dag.
2. Er tilraunin hófst, vógu lömbin að meðaltali í báðum flokkum jafnt,
35.05 kg. Á tilraunaskeiðinu þyngdust A-flokkslönrbin um 2.73 kg. en B-
flokkslömbin 1.28 kg. Sláturafurðir lambanna í báðum flokkum voru því nær
alveg jafnar, en föllin af túnlömbunum (B-fl.) flokkuðust aðeins betur. Sá
munur er þó ekki raunhæfur.
3. Ærnar, sem á túni gengu, þyngdust 1.22 kg meira en ærnar, sem gengu
í útliaga.