Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Qupperneq 32
30
dag en á úthagalömbum í tilraununum, sem lýst er í kafla I og II, og bendir
til, að úthagi hafi verið fremur rýr á þessu tímabili, sjá töflu 25.
Lömbin í C-flokki, sem slátrað var 30. september, höfðu þá bætt við sig
1.43 kg af kjöti síðan 3. september, eða 53.0 g á dag. Er þetta mun minni fall-
þungaaukning á dag á túnlömbum en í tilrauninni í kafla I, en nokkru meiri
en í tilrauninni í kafla II, en þó lægri en fallþungaaukning á lömbum með
mæðrum í góðum úthaga, sjá töflur 3, 8 og 25.
Lömbum í B- og D-flokki var slátrað 7. október. Höfðu B-flokkslömbin þá
bætt við sig 0.60 kg af kjöti að meðaltali frá 3. september eða 17.6 g á dag til
jafnaðar yfir allt tilraunaskeiðið. Sé reiknað með, að B-flokkslömbin hafi haft
sama fallþunga 19. september og A-flokkslömbin höfðu þá, hafa B-flokks-
lömbin létzt um 10 g af kjöti á dag að meðaltali frá 19. september til 7. októ-
ber, enda þótt þau þyngdust á fæti um 61.4 g á dag að meðaltali á sarna tíma.
D-flokkslömbin bættu við sig frá 3. september til 7. október 1.34 kg af kjöti
eða 39.4 g að meðaltali á dag, og er það minna en C-flokkslömbin bættu við
sig daglega, er bendir til, að enginn ávinningur hafi verið að beita lömbunum
á tún lengur en til 30. septenrber.
Meðalframför lambanna á tilraunaskeiðinu í túnflokkunum (C og D) tekn-
um saman, er 1.38 kg kjöt, en lambanna, sem gengu með mæðrum úti, 0.69
kg kjöt. Hagnaður af túnbeitinni á aukningu kjöts nemur því 0.69 kg á lamb.
Ennfremur bendir tilraunin til þess, að hagkvæmara hefði verið að slátra
lömbunum, sem gengu í úthaga, um 20. september en síðar.
Tafla 25. Meðalþyngdaraukning falla lamba á tilraunaskeiðinu, g á (lag.
Average gain in dressed carcass weight g/day.
Kyn Tala A-flokkur B-flokkur C-flokkur D-flokkur
sex no. group A group B group C group D
Hrútar $ 12 46.9 19.7' 53.0 43.8
Gimbrar $ 8 50.6 14.7 53.0 32.6
Bæði kyn $ & g 20 48.8 17.6 53.0 39.4
Mism. kynja sex diff. 3.7 5.0 0.0 11.2
c. Áhrif á kjötprósentu.
Kjötprósenta lamba í öllunr flokkum af hvoru kyni fyrir sig og báðum kynj-
um sameiginlega er gefin í töflu 26.
Tafla 26. Meðalkjötprósenta lamba.
Mean dressing percentage of lambs.
Kyn Tala A-flokkur B-flokkur C-flokkur D-flokkur E-flokkur
sex no. group A group B group C group D group E
Hrútar $ 12 37.67 34.97 36.43 36.99 37.46
Gimbrar $ i 8 38.05 36.20 37.38 37.38 38.43
Bæði kyn $ & J 20 37.83 35.46 36.81 37.15 37.85
Meðalskekkja á ein istakling S .E. per individual — 1.57% , frítala DF = 72.