Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Page 42
VIII. KAFLI.
TILRAUN Á HESTI 1956
1. RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR.
i þessa tilraun voru notuð 60 lömb, jafnmörg af hvoru kyni, eign Hestsbús-
úis, þau rýrustu, sem þá voru komin af fjalli. Tilraunin hófst 1(>. september
og stóð til 9. október, eða í 23 daga. Þann 16. september voru lömbin vegin
á fæti og þeim skipt í þrjá jafna flokka, á sama hátt og lýst er í kafla I, eftir
þunga og kyni og tekið jafnframt tillit til aldurs lambanna og ætternis, eftir
jiví sem við varð komið. Flokkarnir voru nefndir A, B og C. Lömbin í A-
llokki voru höfð með mæðrum í úthaga allt tilraunaskeiðið, lömbin í B-flokki
voru höfð móðurlaus á fóðurkáli sama tíma, en lömbunum í C-flokki var
slátrað að morgni 17. september.
Fóðurkálið var á 1.2 ha spildu, og höfðu lömbin jafnframt aðgang að órækt-
uðu landi, framræstri mýri. Kálið var lítið sprottið, enda seint sáð, um miðj-
an júní. Samt bitu lömbin aðeins lítinn hluta af kálinu. Fyrstu daga tilrauna-
skeiðsins bitu lömbin kálið mjög lítið og voru mest á óræktaða landinu, en er
frá leið, voru þau lengur dag hvern á kálinu, og undir lokin bitu þau næstum
eingöngu kál. Þau þrifust vel og fengu ekki skitu.
Þann 9. október voru lömbin í A- og B-flokki vegin á fæti og slátrað næsta
dag. Fall, netjumör og gæra var sérvegið af hverju lambi, og ennfremur voru
tekin mál af föllunum á sama hátt og lýst er í kafla VII.
2. NIÐURSTÖÐUR TILR AUN ARINNAR.
a. Áhrif á þunga á fæti.
MeðalJ)ungi lambanna á fæti í öllum flokkum íyrir hvort kyn sér og bæði
kvn sameiginlega í byrjun tilraunar og við slátrun er gefinn í töflu 34. Þyngd-
araukning lambanna í A- og B-flokki og mismunur á þeim flokkum er einnig
gefin í töflunni.