Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Qupperneq 53
51
og verður því meiri hagnaður að því að beita hrútum á ræktað land en
gimbrum.
Eins og tafla 43 ii sýnir, bæta hrútar í hverjum ílokki meiru við fallþung-
ann en gimbrar. Sá munur er þó langminnstur í C-flokki, aðeins 0.17 kg, er
bendir til þess, að einhverjir af hrútunum í þeim flokki hafi ekki tekið eðlileg-
um framförum á tilraunaskeiðinu, en gimbrarnar í þessum flokki þrifizt sér-
staklega vel. Enda þótt þetta fyrirbrigði virðist orsakast af tilviljun, veldur
það því, að samvirk áhrif flokka og kynja eru raunhæf í 95% tilfella, en það
gefur til kynna, að munur á fallþunga kynjanna sé raunhæft minni í þessum
flokki en i hinum flokkunum.
Tafla 44 sýnir meðalþyngdaraukningu falla lambanna á dag í öllum flokk-
um fyrir hvort kyn sér og bæði kyn sameiginlega á tilraunaskeiðinu.
Tafla 44. Meðalþyngdaraukning falla lamba á tilraunaskeiðinu, g á dag.
Average gain in dressed carcass weight, g/day.
Kyn Tala Flokkur group
sex no. A B C D
Hrútar $ 10 66.6 157.8 120.3 127.8
Gimbrar $ 10 35.6 85.3 115.0 90.0
Bæði kyn $ Sc 9 20 51.1 121.6 117.6 108.9
Mism. kynja sex diff. — 31.0 72.5 5.3 37.8
Sé gert ráð fyrir, að lömbin i A-, B-, C- og D-flokki hafi haft sama meðal-
fallþunga við byrjun tilraunar og lömbin í E-flokki, hafa þau bætt við fall-
þunga sinn að meðaltali á dag 51.1 g í A-flokki, 121.6 g í B-flokki, 117.6 g í C-
flokki og 108.9 g í D-flokki.
Vaxtarhraði lambanna í A-flokki er mjög nálægt vaxtarhraða lamba
: úthagaflokkunum í lilraunum þeim, sem lýst er hér að framan og slátrað
var á hliðstæðum tima, sjá töflur 3, 8, 25 og 36.
Vaxtarhraði lambanna á ræktaða landinu er hins vegar mjög hár, svipaður
og hjá kállömbunum árið áður, sjá töflu 36.
c. Áhrif á kjötprósentu.
Kjötprósenta lamba af hvoru kyni fyrir sig og báðum kynjum sameiginlega
í öllum flokkum er gefin í töflu 45.
Kjötprósenta lambanna er lægst í A-flokki, sem gekk í úthaga allt tilrauna-
skeiðið, en aðeins hærri í E-flokki, er slátrað var í bvrjun tilraunaskeiðs. Sá
munur er þó ekki raunhæfur. Lömbin í öllum flokkunum, sem gengu á rækt-
uðu landi, hafa miklu hærri kjötprósentu en lörnbin í A-flokki og E-flokki.
Hæst er kjötprósenta kállambanna (B.-fl.), 45.07%, eða 5.37% hærri en í A-
ílokki. Rúg- og hafralömbin (C-fl.) hafa aðeins lægri kjötprósentu en kállömb-
in, en sá munur er ekki raunhæfur fyrir bæði kyn sameiginlega, en raunhæfur