Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 73
í töflu 60 er sýnd meðalþyngdaraukning falla lambanna á dag í A- og B-
liokki á tilraunaskeiðinu, miðað við að meðalþungi allra flokka hafi verið
sá sami, er tilraunin hófst.
Tafla 60. Meðalþyngdaraukning- falla lamba á tilraunaskeiðinu, g á dag.
Average gain in dressed carcass weight, g/day.
Kyn Tala A-fl. B-fl. Mism.
sex 710. group A group B diff. B-A
Hrútar $ 10 -21.2 126.9 148.1
Gimbrar 2 10 9.6 111.5 101.9
Bæði kyn $ & 2 20 — 5.8 119.2 125.0
Mism. kynja $ — 2 - —30.8 15.4 46.2
Föll hrúta hafa þyng/t að meðaltali 126.9 g á dag í B-flokki, en léttst um
21.2 g á dag í A-flokki á tilraunaskeiðinu. Föll gimbra þyngdust á sama tíma
að meðaltali á dag 9.6 g í A-flokki og 111.5 g í B-flokki. Lömb af báðum kynj-
um sameiginlega léttust um 5.8 g á dag í A-fl., en þyngdust um 119.2 g á dag
í B-flokki. Meðalvaxtarhraði A-flokkslambanna í þessari tilraun er minni en
vaxtarhraði lamba, sem gengið hafa á úthaga með mæðrum sínum á svipuð-
um tíma í þeim tilraunum, sem lýst er hér að framan.
Meðalvaxtarhraði B-flokkslambanna, sem gengu móðurlaus á káli, er Iiins
vegar mjög mikill og því nær jafnmikill og kálflokkslambanna í tilraunum
á Hesti 1956 og 1957, en 169% meiri en vaxtarhraði tilsvarandi lamba í til-
rauninni á Hesti 1958, sjá töflu 36, 44 og 52.
c. Áhrif á kjötprósentu.
Kjötprósenta lambanna af hvoru kyni fyrir sig og báðurn kynjurn sameigin-
lega í öllum flokkum er gefin í töflu 61.
Tafla 61. Meðalkjötprósenta lamba og mismunur flokka.
Mean dressing percentage of lambs and difference between groups.
Kyn Tala A-fl. B-fl. C-fl. Mismunur difference
sex 710. gro7ip A group tí group C A—B A—C B-C
Hrútar $ 10 36.23 40.61 39.40 —4.38*** —3.17*** 1.21
Gimbrar 2 10 37.62 40.36 37.92 —2.74»* —0.30 2.44**
Bæði kyn $ & 2 20 36.93 40.49 38.66 —3.56*** — 1.73** 1.83**
Meðalskekkja á einstakling S.E per individual — 1.73, frítala DF — 36
* Sjá töflu 1 see table 1
Meðalkjötprósenta A-flokkslamba er raunhæft lægri en B- og C-flokks-
lamba, og er það orsök til þess, að A-flokkslömbin hafa léttara meðalfall en
C-flokkslömbin, þótt þau fyrrnefndu bættu við 1.25 kg við þunga sinn á fæti
á tilraunaskeiðinu. í öllum flokkum sameiginlega er enginn munur á meðal-