Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 75
73
Meðalgæruþungi lambanna í flokkunum í stafrófsröð var þessi: 3.10 kg,
3.82 kg og 2.82 kg. Hafa því lömbin x A-flokki bætt 0.28 kg og í B-flokki 1.00
kg við gæruþunga að meðaltali á tilraunaskeiðinu.
3. HELZTU NIÐURSTÖÐUR.
1. Tilraun var gerð að Teygingalæk í Vestur-Skaftafellssýslu með að bera
saman þrif lamba, sem gengu á úthaga með mæðrum sínum frá 12. september
til 8. október, eða í 26 daga, og lamba, sem gengu móðurlaus á fóðurkáli á
sama tíma. I tilraunina voru notuð 60 lömb, jafnmörg af hvoru kyni, er var
skipt í 3 jafna flokka, A, B og C, eftir þunga á fæti og kyni, er tilraunin hófst.
Lömbin í A-flokki voru látin ganga með mæðrum á úthaga allt tilraunaskeiðið,
en B-flokkslömbin höfð á sama tíma móðurlaus á fóðurkáli, þar sem þau
höfðu einnig aðgang að óræktuðu landi, en C-flokkslömbunum var slátrað
í byrjun tilraunar til þess að finna, hve nrikið tilraunalömbin legðu sig þá.
2. Er tilraunin hófst, vógu lömbin á fæti í hverjum flokki að meðaltali
34.35 kg. Sláturafuiðir lambanna vógu að meðaltali: 1 C-fl. fall 13.30 kg, mör
1.12 kg og gæra 2.82 kg, í A-fl. fall 13.15 kg, mör 1.15 kg og gæra 3.10 kg og
í B-fl. fall 16.40 kg, mör 2.05 kg og gæra 3.82 kg. Heildarafurðaaukning lamb-
anna, sem gengu með mæðrum á úthaga (A-fl.), vaið aðeins 0.16 kg, en þeirra,
sem gengu móðurlaus á káli á sama tíma (B-fl.), 5.03 kg eða 4.87 kg rneiri, er
sýnir frábær þrif kállambanna á tilraunaskeiðinu, og að úthagalömbin bættu
örlitlu við gæru, en léttust aðeins á fall á sama tíma.