Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Qupperneq 77
75
Lömb í A- og B-fl. þyngdust næstum alveg jafnmikið á fæti, meðan tilraun-
in stóð yfir, eða 6.03 kg í A-fl. og 6.01 kg í B-fl. Þyngdaraukning beggja fiokk-
anna miðað við C-fi. er raunhæf í 99% tilfelia. 1 báðum fiokkum sameigin-
lega þyngdust hrútar aðeins meira en gimbrar. Hrútar þyngdust að meðaltali
6.54 kg, en gimbrar 5.22 kg. Munurinn, 1.32 kg, er þó ekki raunhæfur.
b. Áhrif á fallþunga.
Tafla 64 sýnir meðalfallþunga lamba í öllum flokkum fyrir hvort kyn sér
og bæði kyn sameiginlega, ásamt mismun á fallþunga lamba í hverjum tveim-
ur þessara flokka.
Tafla 64. Meðalfallþungá lamba og mismunur flokka, kg.
Mean dressed carcass weiglit of lambs and difference between groups. kg.
Kyn Tala Meðalfall dressed A-fl.7/10 B-fl. 7/10 carcass C-fl.5/9 Mismunur diffe rence
sex no. group A group B group C A—B A—C B-C
Hrútar $ 12 15.82 17.74 13.78 —1.92*** 2.04*** 3.96***
Gimbrar $ 8 12.96 16.09 11.49 —3.13*** 1.47** 4.60***
Bæði kyn $ & $> 20 14.68 17.08 12.86 —2.40*** 1.82*** 4 22***
Meðalskekkja á einstakling S.E. per individual — 1.09 kg, frítala DF — 36.
* Sjá töflu 1 see table 1
Lömbin í báðum tilraunaflokkum bættu miklu við fallþunga á tilrauna-
skeiðinu, í A-flokki 1.82 kg og í B-flokki 4.22 kg til jafnaðar. Fallþungaaukn-
ing bcggja þessara flokka er raunhæf í 99.9% tilfella fyrir bæði kyn sameigin-
lega og í 99 og 99.9% tilfella fyrir hvort kyn fyrir sig. B-flokkslömbin, sem á
káli gengu, bættu 2.40 kg rneira við fallþunga á tilraunaskeiðinu en A-flokks-
lömbin, sem á úthaga voru. Þessi munur er raunhæfur í 99.9% tilfella fyrir
bæði kyn sameiginlega og hvort kyn fyrir sig, sjá töflu 64.
í öllum flokkum sameiginlega hafa hrútar 2.27 kg þyngra meðalfall en
gimbrar, og er sá munur raunhæfur í 99.9% tilfella. Samt sem áður bættu
gimbrar í B-flokki mun meira við fallþunga sinn en lirútar á tilraunaskeið-
inu, sem er gagnstætt niðurstöðum þeirra tilrauna, sem lýst er í köflum I,
III, VI, VIII, IX, X og XI.
í töflu 65 er sýnd meðalþyngdaraukning falla lambanna á dag í A- og B-
ílokki á tilraunaskeiðinu, miðað við að meðalfallþungi allra flokka hafi verið
sá sami er tilraun hófst.
Á tilraunaskeiðinu þyngdust föll hrúta að meðaltali 63.8 g á dag í A-fl. og
123.8 g á dag í B-fl., eða 60.0 g meira en í A-fl. Föll gimbra þyngdust á sama
tíma að meðaltali á dag 45.9 g í A-fl. og 143.8 g í B-fl., eða 97.9 g meira en
í A-fl. Meðalvaxtarhraði A-flokkslamba í þessari tilraun, 56.9 g á dag, er meiri
en í öllum tilraunum, sem lýst er hér að framan, nema tilrauninni í Pétursey,