Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Page 78
76
Tafla 65. Meðafþyngdaraukning falla lamba á tilraunaskeiðinu, g á dagv
Average gain in dressed carcass weight g/day.
Kyn sex Tala no. A-fl. group A B-£I. group B Mism. diff. B-A
Hrútar $ 12 63.8 123.8 60.0
Gimbrar $ 8 45.9 143.8 97.9
Bæði kyn $ & $ 20 56.9 131.9 75.0
Mism. kynja sex diff. $ -f. $ 17.9 —20.0 -37.9
sjá töflu 1. Ástæðan til þessa mun vera sú, að grös sölnuðu óvenju seint þetta
haust, og var úthagi (valllendi) að spretta fram í október.
Meðalvaxtarhraði B-flokkslambanna, 131.9 g á dag, er einnig meiri en
vaxtarhraði lamba, sem á káli gengu, í öðrum tilraunum, sem gerðar hafa
verið og lýst er í köflum VIII, IX, X og XI.
Niðurstöður þessara tilrauna sýna mikla möguleika á því að auka fallþunga
rýrra dilka á tiltölulega skömmum tíma að haustinu, með því að beita þeim
á hæfilega sprottið fóðurkál, þar sem þau hafa einnig aðgang að óræktuðu
landi.
c. Áhrif á kjötprósentu.
Kjötprósenta lambanna af hvoru kyni fyrir sig og báðum kynjum sameigin-
lega í öllum flokkum er gefin í töflu 66.
Tafla 66. Meðalkiötprósenta lamba og mismunur flokka.
Mean dressing percentage of lamhs and difference between gronps.
Kyn Tala A-fl. B_fl. C-fl. Mism. differertce
sex no. group A group fí group C A-B A-C B-C
Hrútar $ 12 38.40 42.99 40.09 —4.59«* —1.69* 2.90**
Gimbrar 9 8 38.17 45.35 38.91 —7.18*** —0.74 0 44*#*
Bæði kyn $ Sc 9 20 38.31 43.93 39.62 —5.62*** —1.31* 4.31***
Meðalskekkja á einstakling S.E. per individual = 2.02%, frítala DF — 36.
* Sjá töflu 1 see table 1
Meðalkjötprósenta lamba í A-flokki er lægri en í hinum flokkunum báð-
um. Munurinn á kjötprósentu A- og C-fl., 1.31%, er raunhæfur í 95% tilfella,
en munurinn á B- og C-fl., 4.31%, er raunhæfur í 99.9% tilfella. Munurinn á
kjötprósentu A- og B-fl., 5.62% B-fl. í vil, er raunhæfur í 99.9% tilfella. Þess-
ar niðurstöður sýna, að þungi lamba á fæti, sem gengið hafa á ólíku haglendi,
er lélegur mælikvarði á fallþunga þeirra. Meðalþungi lamba í A- og B-fl. á
fæti var sá sami, en þar eð B-flokkslömbin höfðu 5.62% hærra kjöthlutfall
en A-flokkslömbin, lögðu þau fyrrnefndu sig með 2.40 kg þyngra meðalfalli.
I öllum flokkum sameiginlega höfðu hrútar 0.32% lægri kjötprósentu en
gimbrar. Þessi munur er ekki raunhæfur. Hins vegar eru raunhæf samvirk