Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Qupperneq 80
78
3. HELZTU NIÐURSTÖÐUR.
1. Tilraun var gerð að Dýrfinnustöðum í Skagafirði, með það að bera sam-
an þrif lamba, sem gengu á úthaga með mæðrum frá 4. september til 6. októ-
ber, eða í 32 daga, og lamba, sem gengu móðurlaus á fóðurkáli á sama tíma.
I tilraunina voru notuð 60 lömb, er skipt var í 3 jafna flokka, A, B og C, eftir
þunga á fæti og kyni, þannig að 12 hrútar og 8 gimbrar voru í lrverjum flokki.
Lömbin í A-fl. voru með mæðrum í úthaga, í B-fl. móðurlaus á káli, en C-
flokkslömbunum var slátrað í byrjun tilraunar til þess að finna, hve mikið
lömbin legðu sig þá.
2. Er tilraunin hófst, vógu lömbin á fæti 32.22 kg í A-fl., 32.37 kg í B-fl. og
32.32 kg í C-fl.
Sláturafurðir lambanna vógu að meðaltali: í A-fl. fall 14.68 kg, netja 1.05
kg og gæra 3.21 kg, eða alls 18.94 kg, í B-fl. fall 17.08 kg, netja 1.45 kg og gæra
3.48 kg, eða alls 22.01 kg, en í C-fl. fall 12.86 kg, netja 0.71 kg og gæra 2.65
kg, eða alls 16.22 kg. Heildarafurðaaukning lambanna, sem gengu á úthaga
(A-fl.), varð því 2.72 kg, en þeirra, sem gengu móðurlaus á káli sama tíma
(B-fl.), 5.79 kg, eða 3.07 kg meiri, er sýnir frábær þrif kállambanna á tilrauna-
skeiðinu.