Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Blaðsíða 84
82
Á tilraunaskeiðinu hefur meðalkjötprósenta kállambanna (B-fl.) hækkað
um 0.91%, en lækkað um 1.76% hjá lömbunum, sem gengu á úthaga (A-fL).
Mismunur á meðalkjötprósentu A- og B-flokks lamba, 2.67%, er raunhæfur
í 99.9% tilfella fyrir bæði kyn sameiginlega, en í 99% tilfella fyrir hvort kyn
sér.
Það er sérstaklega athyglisvert, hve kjötprósenta A-fl. lambanna hefur lækk-
að á tilraunaskeiðinu, sem mun orsakast af því, að þótt þau þyngdust allveru-
lega á fæti, þá hefur sú þyngdaraukning legið meira í aukinni kviðfylli en
í auknu kjöti.
d. Áhrif á gæðamat falla.
Tafla 72 sýnir tölu falla í hverjum gæðaflokki fyrir hrúta og gimbrar sér
og bæði kyn sameiginlega í öllum flokkum.
Tafla 72. Gæffamat, tala falla.
Grading, number of carcasses.
Flokkur group Gæðamat qual. grade I A XI iii 1 B II III 1 C 11 III
Hrútar $ 7 4 1 6 5 1 3 9 0
Gimbrar $ 6 2 0 5 3 0 2 6 0
Bæði kyn $ & 9 13 6 1 11 8 1 5 15 0
Lítill og óraunhæfur munur er á gæðamati A- og B-fl. lambanna, en C-fl
lömbin, sem slátrað var í byrjun tilraunar, metast lakar og er sá munur raun-
hæfur í 95% tilfella. Einkum hefur fjölgað lömbum, sem ná fyrsta gæðaflokki,
á tilraunaskeiðinu.
e Áhrif á mör og gæru.
Meðalþungi netju lambanna í flokkunum var sem hér segir: í A-fl. 0.98 kg,
B-fl. 0.98 kg og í C-fl. 0.78 kg. Hafa því lömbin í A- og B-fl. bætt 0.20 kg við
netju á tilraunaskeiðinu. Gærur vógu að meðaltali á lamb í A-fl. 3.04 kg,
í B-fl. 3.40 kg og í C-fl. 3.00 kg. Hafa því B-fl. lömbin bætt við gæruþunga
0.40 kg, en A-fl. lömbin aðeins 0.04 kg á tilraunaskeiðinu.
3. HELZTU NIÐURSTÖÐUR.
1. Tilraun var gerð að Dýrfinnustöðum í Skagafirði, með að bera saman
þrif lamba, sem gengu í úthaga með mæðrum frá 17. sept. til 16. október eða
í 29 daga, og lamba, sem gengu móðurlaus á fóðurkáli á sama tíma. í tilraun-
ina voru notuð 60 lömb, sem skipt var í 3 jafna flokka, A, B og C, eftir þunga
á fæti og kyni, þannig að 12 hrútar og 8 gimbrar voru í hverjum flokki. Lömb-
in í A-fl. voru með mæðrum í úthaga, í B-fl. móðurlaus á fóðurkáli, en C-