Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Side 106
104
í þessum fjórum tilraunum hafa lömbin, sem á há gengu, bætt við sig um-
fram lömbin, sem á úthaga gengu, að meðaltali 780 g af kjö.ti, 180 g mör og
í 60 g gæru á 25.5 dögum, eða samtals 1.12 kg af söluhæfum sláturafurðum.
Miðað við verðlag til bænda á sauðfjárafurðum haustið 1959, eins og það var
ákveðið í verðlagsgrundvelli, þ. e. kjöt pr. kg kr. 18.58 I. og II. gæðaflokkur,
kr. 17.00 III. gæðaflokkur, mör kr. 7.00 og gæra kr. 22.50, nemur þessi afurða-
aukning að meðaltali á lamb kr. 20.07 í þessum tilraunum, er stóðu í 25.5
daga að meðaltali.
Er því augljós hagnaður af því að nota þá há, sem til fellur og ekki er hægt
að slá, til beitar handa sláturlömbum. Ólíklegt er, að hagkvæmt sé að beita ám
á ræktað land með lömbum sínum að haustinu, eins og gert var í þessum til-
raunum, þótt þær fitni sjálfar, vegna þess að þær munu sennilega bíta meira
frá lömbunum cn sem nemur þeirri mjólk, sem lömbin fá úr þeim, en tilraun
þvrfti að gera til þess að fá úr þessu skorið.
b: I 11 tilraunum, nr. I, II, VI og VIII til XV, var slátrað samanburðar-
flokki, er hver tilraun hófst. Ganga má út frá því, að í byrjun hverrar tilraun-
ar hafi lömbin í öllum flokkum lagt sig jafnmikið, þar eð þeim var skipt
í j ifna flokka eftir þunga á fæti, kyni o. fl. atriðum. Má því reikna meðal-
framför hvers flokks á tilraunaskeiðinu í þessum 11 tilraunum. Eftirfarandi
yfirlit sýnir meðalfallþungaaukningu í grömmum á dag í hverjum flokki í þess-
um tilraunum.
c íð Tilrauna- skeið Á úthaga Sh 3 so -o MH '< 77 3 '< Á há Á höfrum og rúgi O C/3 fí 4-J o. 5 m 2 o, g ^ H & '< fl s M BS J-i aj 0 JD 'O 2 <-M V- '< +
I 1952 29/8-16/10 60.2 72.5
II 1952 2/9— 4/10 61.2 36.2
VI 1955 3/9-19/9 48.8
” ” 3/9—30/9 3/9- 7/10 17.6 53.0
VIII 1956 17/9-10/10 35.7 117.0
IX 1957 3/9- 5/10 51.1 121.6 108.9 117.9
X 1958 16/9-22/10 15.0 44.3 39.6
XI 1958 13/9- 9/10 -5.8 119.2
XII 1957 5/9- 7/10 56.9 131.9
XIII 1958 18/9—17/10 21.4 36.9
XIV 1959 1/9- 3/10 48.8 55.0 78.8
„ „ 1/9-21/10 84.6 88.0
XV 1959 7/9-13/10 40.8 47.2 42.5
Ovegið meðaltal 37.7 83.7 60.2 54.4 117.9 78.8 65.2
1. Lömb, sem gengu með mæðrum í úthagaflokkum í þessum tilraunum,
hafa bætt við fallþunga sinn að meðaltali 37.7 g á dag, er jafngildir 1.13 kg
af kjöti á lamb á mánuði.
Lömb, sem gengu móðurlaus á fóðurkáli í 8 þessara tilrauna, hafa bætt við
fallþunga að meðaltali 83.7 g á dag, eða sem svarar 2.51 kg af kjöti á lamb