Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Page 107

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Page 107
105 á mánuði. í tveimur þessara tilrauna, nr. X og XIII, var fóðurkálið svo lítið, að það þraut áður eti tilraunaskeiðinu lauk. Gefa þær tilraunir því ekki rétta mynd af því, hve lömb geta vaxið á fóðurkáli. Sé niðurstöðum þessara tveggja tilrauna sleppt, en aðeins reiknuð fallþungaaukning kállambanna í hinum fi tilraununum, þar sem þau höfðu aðgang að nægu káli, þá er meðalþyngdar- ttukning þeirra 96.0 g af kjöti á dag, eða sem svarar 2.88 kg af kjöti á lamb á mánuði. Lömb í 3 tilraunum, sem gengu móðurlaus á nýrækt, hafa bætt við fall- þunga að meðaltali 60.2 g á dag, eða sem svarar 1.81 kg af kjöti á lamb á mánuði. Lt'irnb í 2 tilraunum, sem gengu móðurlaus á há, bættu 54.4 g af kjöti við sig að meðaltali á dag, eða sem svarar 1.63 kg af kjöti á lamb á mánuði. I einni tilraun var móðurlausum lömbum beitt á blöndu af höfrum og vetrarrúgi. Þau bættu við fallþunga 117.9 g á dag að meðaltali, eða sem svarar 3.54 kg af kjöti á lamb á mánuði. f einni tilraun var móðurlausum lömbum beitt á blöndu af rapsi, næpum og nýræktargrasi. Þau bættu við fallþunga 78.8 g á dag að meðaltali, eða sem svarar 3.36 kg af kjöti á larnb á mánuði. í 2 tilraunum var móðurlausum lömbum, sem beitt var á fóðurkál, gefið stilbestrol, 3 mg hverju. Þau bættu við fallþunga á tilraunaskeiðinu 65.2 g á dag að meðaltali, en lömb í sömu tilraunum, sem líka gengu móðurlaus á sömu kálspildum, en fengu ekki stilbestrol, bættu við fallþunga sinn 65.9 g á dag að meðaltali, er sýnir engin áhrif af stilbestrol á vaxtarhraða lambanna. 2. Arferði sýnir sig að hafa mikil áhrif á vaxtarhraða lambanna í tilraunum þessum, einnig lengd tilraunaskeiðisins og hvort tilraunin hefst fyrr eða síðar að haustinu. Af þessum ástæðum gefur samanburður á vaxtarhraða lambanna í g af kjöti á dag, sem lýst er hér undir lið 1, ekki rétta mynd af því, hvort t. d. sé vænlegra til árangurs að beita lömbum á fóðurkál eða hafra og rúg o.s.frv. Til þess að fá réttan samanburð á hinum ýmsu tegundum haustbeitilands, þarf að bera saman þrif lamba í sömu tilraun á mismunandi landi og í mis- munandi árferði. Yfirlitsskráin hér að ofan sýnir t. d., að lömb á úthaga hafa þrifizt bezt í tilraunum I og II, en j)á voru engin lömb á káli til samanburðar. Þau þriiust einnig vel í tilraunum XII og IX, en þá þrifust lömbin á káli, ný- rækt og höfrum og rúgi einnig mjög vel. Hins vegar þrifust allir flokkar frem- ur illa í tilraun X. Sé gerður samanburður á meðalvaxtarhraða lamba í g af kjöti á dag í öllum tilraunum, þar sem bæði var um að ræða lömb á úthaga og káli, en það eru tilraunir VIII til XV, þá er munurinn 50.4 g af kjöti á dag á lamb kállömbunum í vil, eða sem svarar 1.51 kg af kjöti á mánuði pr. lamb. Nýrækt gefst aðeins lakar en kálið í þeim 2 tilraunum, þar sem sá sam- anburður er fyrir hendi. Blanda af höfrum og rúgi reyndist aðeins lakar en kál, en betur en nýrækt í einni tilraun, en blanda af rapsi, næpum og nýrækt reyndist betur en kál í þeirri einu tilraun, sem það var reynt. Eitt það athyglisverðasta við þessar tilraunir er, hve lömbin bæta miklu við íallþunga sinn með mæðrum á úthaga í september og jafnvel fram í október.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.