Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 19.11.2021, Qupperneq 10
Segja má að Míla sé vaxtarfyrir- tæki. Daniel von der Schulenburg, framkvæmda- stjóri hjá Ardian Okkar hlutverk er að byggja upp innviði og við höfum fé til að styðja við uppbygg- ingu Mílu. Daniel von der Schulenburg Framkvæmdastjóri hjá Ardi- an segir að í flestum löndum tali samkeppniseftirlit fyrir því að fjarskiptafélögum sé skipt upp á sama veg og unnið er að með Símann og Mílu. Það er mikilvægt fyrir orðspor Ardi- an að rekstur Mílu gangi vel fyrir sig á meðan fjarskiptainnviðafyrir- tækið lýtur okkar stjórn því það er grundvöllur þess að við getum fjár- fest á nýjan leik í innviðum í öðrum löndum. Þetta segir Daniel von der Schulenburg, framkvæmdastjóri hjá hinu franska Ardian. Kaup innviðasjóðs Ardian á fjar- skiptainnviðafyrirtækinu Mílu er stærsta erlenda fjárfesting hér á landi frá árinu 2008, samkvæmt gögnum frá Íslandsstofu. Heildar- virði kaupanna, það er samanlagt virði hlutafjár og skulda, er 78 millj- arðar króna (e. enterprise value). Ardian er einn stærsti fjárfestir í innviðum í heiminum. Fjárfestar á borð við lífeyrissjóði og trygginga- félög leggja fé í sjóðina sem Ardian stýrir. Schulenburg segir að unnið sé að því að íslenskir lífeyrissjóðir eignist 20 prósenta hlut í Mílu. „Við vinnum með þeim hætti í f lestum löndum. Samstarfið hjálpar okkur að aðlagast staðháttum og skilja markaðinn. Það er sömuleiðis jákvætt fyrir okkur að hafa inn- lenda bandamenn en að sama skapi er það gott fyrir landið því þá geta innlendir hluthafar haft hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi,“ segir hann. Schulenburg segir að í f lestum löndum tali samkeppniseftirlit fyrir því að fjarskiptafélögum sé skipt upp á sama veg og unnið er að með Símann og Mílu, sem sé að fjarskiptainnviðir séu reknir í sjálf- Orðsporið er undir við kaup á Mílu Daniel von der Schulenburg, framkvæmda- stjóri hjá Ardian. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Ríkið getur ekki fjár- magnað allar fjárfestingar í innviðum „Að mínum dómi er það af hinu góða að innviðir séu fjármagnaðir af einkafjár- festum,“ segir Schulenberg aðspurður hvað honum finnist um umræðu um að innviðir eigi að vera í eigu hins opinbera. „Innviðir, sér- staklega fjarskiptainnviðir, kalla á miklar fjárfestingar. Ríkið getur ekki fjármagnað allar fjárfestingar í innviðum. Þess vegna er skynsamlegt að fá fjárfesta að borðinu. Aridan hefur fjárfest víða um heim í innviðum. Við getum því dregið að erlenda sérþekkingu sem mun auka hagkvæmni í rekstri,“ segir hann. Nei, við munum ekki hækka verð „Nei, við munum ekki hækka verð,“ segir Schulenburg spurður hvort Ardian muni hækka verð hjá Mílu eins og sumir óttast ef marka má opinbera umræðu. „Meirihluti tekna Mílu er ákvarðaður af Fjarskiptastofnun og því geta stjórnendur fyrirtækis ekki hækkað verð þó þeir vildu en við horfum heldur ekki til þess.“ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill @frettabladid.is stæðu félagi og fjarskiptafélög sem veiti endanotendum þjónustu starfi sjálfstætt. Ardian sér tækifæri í því að sjálf- stæð Míla geti aflað viðskipta sem fyrirtækinu tekst ekki á meðan það er í eigu Símans. Keppinautar Sím- ans setja það fyrir sig að eiga í við- skiptum við dótturfyrirtæki hans, að sögn Schulenburg. Aðspurður hve mikill vöxturinn geti orðið þegar Míla tilheyri ekki lengur Símanum segir Schulenburg erfitt að segja til um það. Hann horf- ir fram á tekjuvöxt í ljósleiðarakerf- inu, farsímakerfinu og því að fjar- skiptafyrirtæki deili innviðum auk þess sem mikill vöxtur sé almennt í fjarskiptum. „Segja má að Míla sé vaxtarfyrirtæki,“ segir hann. Schulenburg segir að undir stjórn Ardian muni Míla fjárfesta hraðar í innviðum en áður. Síminn hafi stað- ið frammi fyrir þeim valkostum að fjárfesta í innviðum eða þjónustu en arðsemin af þjónustu sé alla jafna meiri. Ardian vilji fjárfesta í ríkari mæli í ljósleiðaravæðingu víða um land og 5G-farsímaneti. Við það verði gagnaflutningar hraðari. „Við viljum bjóða upp á bestu tengingarnar á besta verðinu,“ segir hann. „Stafrænir innviðir eru mikil- vægir fyrir Ísland.“ Aðspurður hve mikið eigi að auka fjárfestinguna segist Schulenburg ekki geta sagt til um það að svo stöddu. Samkeppniseftirlitið og þjóðaröryggisráð eigi eftir að sam- þykkja söluna. Vonandi verði það í vor. Að svo búnu geti Ardian unnið nánar með stjórnendum Mílu. Fram hefur komið í Markaðnum að forstjóri Mílu geri ráð fyrir því að fjárfestingarnar aukist úr um það bil tveimur til þremur milljörðum króna á ári í fjóra milljarða á ári eftir að kaupin ganga í gegn. Schulenburg segir að fjárfest- ingarnar verði fjármagnaðar með blöndu af nýju hlutafé og lánum. „Við erum einn stærsti innviðafjár- festir í heimi. Okkar hlutverk er að byggja upp innviði og við höfum fé til að styðja við uppbyggingu Mílu,“ segir hann. Aðspurður hvort Míla muni greiða arð á sama tíma og fjár- fest verði í ríkari mæli í innviðum félagsins segir Schulenburg að í upphafi verði „litlar ef einhverjar“ arðgreiðslur því fjármunir verði nýttir til að fjármagna uppbygg- inguna. Það sé hefðbundið verklag hjá Ardian. Líftími sjóðsins sem keypti Mílu er 15 ár og er eitt ár liðið frá stofnun. Það þýðir að Ardian hefur í raun 14 ár til að selja Mílu í því skyni að skila fjárfestum í sjóðnum fjármunum sínum. „Við framlengjum oft sjóð- ina,“ segir Schulenburg og bætir við að eins stofni Ardian nýja sjóði sem geti tekið við eldri fjárfestingum. Því geti Ardian haft Mílu innan sinna vébanda lengur en líftími sjóðsins gefi til kynna. Aðspurður hvort það sé einhver sem Schulenburg myndi ekki vilja selja Mílu til segir hann að Ardian lúti reglum Evrópusambandsins sem snúi að því að fyrirtækið verði að þekkja vel við hvern það eigi viðskipti. „Það útilokar alla sem þú vilt ekki að kaupi fyrirtækið. Ef við seljum Mílu viljum við að salan sé farsæl fyrir Mílu og Ísland. Að sama skapi myndi ríkisstjórnin taka söl- una til skoðunar, rétt eins og í okkar tilfelli, og getur hafnað henni.“ n MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.