Saga - 2012, Qupperneq 17
Í kristilegum ritum er jafnframt lögð áhersla á að útlit blekki.
Lítið er til dæmis gert úr útlitsmun kristinna manna og heiðingja í
riddarasögum á borð við Karlamagnús sögu.12 Í Andreas sögu post-
ula kemur fram að þrátt fyrir ófagurt útlit tilheyri blámenn kristi-
legri þjóð enda hafi Mattheus postuli farið „út á Bláland og leiddi
þar margan lýð til guðs fyrir sína kenning og lét þar líf sitt fyrir guðs
nafni þá er hann hafði áður snúið þeim hinum ófagurlega lýð og
gervan fagran í guðlegri trú af sínum kenningum“.13 Í þessari frá-
sögn er trú á algildi ríkjandi. Allar þjóðir, jafnvel hinar kynlegustu,
eiga kost á að öðlast náð guðs. Mun þetta í samræmi við hug myndir
helstu kenningasmiða miðaldakristni.
Ef algildishyggja kristni var tekin bókstaflega voru allir kristnir
menn jafnir. Önnur algildi gátu þó stangast á við þetta, t.d. hug-
myndafræði riddaramennsku, með áherslu á göfugan uppruna og
tryggð við lénsherra. Í riddarabókmenntum skiptir máli að and -
stæðingurinn sé verðugur vegna hreysti og ættgöfgi. Í því er fólgin
stéttarvitund, sem gat verið þvert á trúarbrögð. Hér má taka Karla -
magnús sögu sem dæmi. Í yngri þáttum sögunnar, sem reistir voru
á frönskum kappakvæðum fremur en latínuritum, eru samskipti
kristinna riddara við heiðna andstæðinga yfirmáta kurteisleg. Það á
sérstaklega við í Oddgeirs þætti danska.14 Oddgeir berst svo fræki-
íslam og andstæður … 15
12 Sjá t.d. Bjørn Bandlien, „Muslims in Karlamagnús saga and Elíss saga ok Rósa -
mundar“, Á austrvega. Saga and East Scandinavia. Preprint papers of The 14th
International Saga Conference. Uppsala, 9th–15th August 2009. Papers from
the Department of Humanities and Social Sciences 14. Ritstj. Agneta Ney,
Henrik Williams og Fredrik Charpentier Ljungqvist (Gävle: Gävle University
Press 2009), bls. 85–91.
13 Postola sögur. Legendariske fortællinger om apostlernes liv, deres kamp for kristen -
dommens ud bredelse samt deres martyrdød. Útg. Carl Rikard Unger (Christiania:
B.M. Bentzen 1874), bls. 320–321. Sjá nánar Jean Marie Courtès, „The Theme of
„Ethiopia“ and „Ethiopians“ in Patristic Literature“, The Image of the Black in
Western Art: pt. 1. From the Early Christian Era to the „Age of Discovery“: From the
Demonic Threat to the Incarnation of Sainthood. Ritstj. David Bindman og Henry
Louis Gates jr. (Cambridge: Harvard University Press 2010 [2. útg.]), bls.
199–213. Sirpa Aalto telur að Arabar og Márar hafi talist til blámanna í nor-
rænum miðaldaheimildum, sjá Sirpa Aalto, Catergorizing Otherness in the Kings’
Sagas. Publications of the University of Eastern Finland. Dissertations in Social
Sciences and Business Studies 10 (Tampere: Itä-Suomen yliopiston kirjasto
2010), bls. 139.
14 Um stöðu þáttarins í sögunni sjá Knud Togeby, Ogier le Danois dans les littérat-
ures européennes (Kaupmannahöfn: Munksgaard 1969), bls. 82–109. Fyrri gerð
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 15