Saga - 2012, Page 38
mótin 1900. Hún skýrir gagnsemi hugtaksins radicalism með því
hversu óljóst það sé: „Óræðni hugtaksins er lýsandi fyrir þann skort
á kennisetningu og föstum skorðum í menningar-, hugmynda- og
félagslífi áranna undir aldarlok 19. aldar.“6 Hún vísar þar í fljótandi
og fjölþætt eðli vinstrisinnaðra hreyfinga á árunum fyrir fyrri heims -
styrjöld þar sem skilin á milli ólíkra en oft tengdra hugmyndastefna
á borð við sósíalisma, anarkisma, þjóðfrelsishreyfinga og kven frelsis
voru oft og tíðum óljós eða jafnvel ekki til staðar. Það á einnig við
um vesturíslenska róttæklinga.
Með þónokkurri einföldun má segja að sagnritun um íslenska
vesturfara skiptist í tvennt: Annars vegar hafa vesturfarar verið
skoðaðir sem útflytjendur frá Íslandi og hins vegar sem innflytjend-
ur í N-Ameríku. Skilin eru auðvitað sjaldnast svo skýr, en skipting-
in er engu að síður nokkuð ljós. Til fyrrnefndrar sagnritunar teljast
t.d. ýmsar lýðfræðilegar rannsóknir á vesturförum og vesturferðum
og rit — gjarnan heimildaútgáfur — sem skoða sérstaklega tengsl
vesturfara við Ísland.7 Síðarnefnda hefðin einkenndist lengi vel af
því sem kanadísku sagnfræðingarnir Gerald Friesen og Royden
Loewen kalla „filiopíetisma“, þar sem afkomendur innflytjenda
skrifa einhvers konar lofgjörðir um forfeður sína eða „frændfólk“
(í þeim skilningi að allir Íslendingar séu tengdir fjölskylduböndum,
vilhelm vilhelmsson36
leita að rót vandans og rífa hana upp og var fyrst notað í pólitískum skilningi
undir lok 18. aldar. Sjá Arthur E. Bestor Jr., „The Evolution of the Socialist
Vocabulary“, Journal of the History of Ideas 9:3 (1948), bls. 261–262; Raymond
Williams, Keywords. A Vocabulary of Culture and Society (London: Fontana 1976),
bls. 209–211.
6 Ilham Khuri-Makdisi, The Eastern Mediterranean and the Making of Global
Radicalism 1860–1914 (Berkeley: University of California Press 2010), bls. 1–34.
Bein tilvitnun á bls. 3. „The vagueness of the term itself captures the lack of
orthodoxy and rigid boundaries that was a key characteristic of the fin de siècle,
whether intellectually, culturally, or socially.“
7 Sjá t.d. Júníus H. Kristinsson, Vesturfaraskrá 1870-1914 (Reykjavík: Sagnfræði -
stofnun Háskóla Íslands 1983); Ólöf Garðarsdóttir, „Tengsl þéttbýlismyndun-
ar og Vesturheimsferða frá Íslandi. Lýðfræðileg sérkenni fólksflutninga frá
Seyðisfirði 1870–1910“, Saga XXXVI (1998), bls. 153–184; Helgi Skúli Kjart ans -
son og Steinþór Heiðarsson, Framtíð handan hafs. Vesturfarir frá Íslandi 1870–
1914. Sagnfræðirannsóknir — Studia Historica 17. Ritstj. Gunnar Karlsson
(Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 2003); Bréf Vestur-Íslendinga
I–II. Böðvar Guðmundsson tók saman (Reykjavík: Mál og menning 2001–
2002).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 36