Saga


Saga - 2012, Page 46

Saga - 2012, Page 46
minna á því hvað félagið væri ekki en vel útfærðum hugmyndum um fyrir hvað það stæði í raun. Deilur Lögbergs og Jafnaðarmannafélagsins jukust þegar Magnús Paulson lýsti Political Reform Union, nýstofnuðu stjórnmálaafli í Manitoba, sem anarkísku. Nokkrir Íslendingar tóku þátt í stofnun þess, þar á meðal meðlimir Jafnaðarmannafélagsins.32 Dagskrá II tók eindregna afstöðu með flokknum og ritstjórar blaðsins brugðust ókvæða við fullyrðingu Magnúsar.33 Flokkurinn Political Reform Union var stofnaður til höfuðs stóru flokkunum tveimur, Frjáls - lynda flokknum og Íhaldsflokknum, og var misheppnuð tilraun til að sameina ólík öfl sem deildu andúðinni á tvíflokknum og ríkjandi ástandi í kanadískum stjórnmálum. Þrjú helstu stefnumál flokksins voru stofnun óháðrar eftirlitsnefndar sem hafa átti eftirlit með störf- um kjörinna embættismanna og útrýma þannig spillingu, aukin aðkoma kjósenda að löggjöf, m.a. með því að leggja staðfestingar- vald í hendur kjósendum (e. direct legislation) og að lokum þjóð - nýting þjónustufyrirtækja á borð við járnbrautir, ritsíma og banka.34 Flokkurinn var auðvitað ekki anarkistaflokkur heldur hófsamur umbótaflokkur, en viðbrögð íslenskra sósíalista við orðum Magnús - ar Paulson undirstrika þörf þeirra til að greina sig frá samfélagslega útskúfuðum hugmyndastefnum á borð við anarkisma og sýna með því móti fram á lögmæti skoðana sinna. Aðkoma íslenskra jafnaðarmanna að Political Reform Union ber vitni um þátttöku þeirra í pólitísku starfi í Kanada utan við stóru flokkana tvo og er dæmi um flóknari pólitískan heim Íslendinga í Vesturheimi en eldri frásagnir greina frá. Þátttaka þeirra í flokknum endurspeglar jafnframt hugmyndafræðilegar áherslur íslenskra vilhelm vilhelmsson44 32 Lögberg 28. ágúst 1902, bls. 5. Orðrétt sagði hann: „Stefna ómyndarinnar, sem kallar sig P.R.U.: Niður með alla stjórn!“ Meðal íslenskra stofnfélaga PRU voru Einar Ólafsson, síðar ritstjóri Baldurs, Sigurður Júlíus Jóhannesson, Stephan Thorson, Fred Swanson og Jóhann Pétur Sólmundsson únitaraprestur. Sjá „The Political Reform Union“, The Voice 2. ágúst 1901, bls. 1 og 7. 33 „Í gapastokknum, eða heigullinn við Lögberg“, Dagskrá II 20. september 1902, bls. 3. Sjá einnig „Magnúska“, Dagskrá II 10. september 1902, bls. 2; „Af verk- unum skuluð þér þekkja þá“, Dagskrá II 20. september 1902, bls. 2; „Vindhögg A.J. Andrews“, Lögberg 11. september 1902, bls. 1; „Yfir hverju er ‚Dagskrá‘ að vonzkast“, Lögberg 25. september 1902, bls. 1. 34 „The Political Reform Union“, The Voice 2. ágúst 1901, bls. 1 og 7; „Fréttir og fróðleikur“, Dagskrá II 28. ágúst 1901, bls. 3; „Political Reform Union“, Dagskrá II 21. febrúar 1903. Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 44
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.