Saga - 2012, Síða 46
minna á því hvað félagið væri ekki en vel útfærðum hugmyndum
um fyrir hvað það stæði í raun.
Deilur Lögbergs og Jafnaðarmannafélagsins jukust þegar Magnús
Paulson lýsti Political Reform Union, nýstofnuðu stjórnmálaafli í
Manitoba, sem anarkísku. Nokkrir Íslendingar tóku þátt í stofnun
þess, þar á meðal meðlimir Jafnaðarmannafélagsins.32 Dagskrá II tók
eindregna afstöðu með flokknum og ritstjórar blaðsins brugðust
ókvæða við fullyrðingu Magnúsar.33 Flokkurinn Political Reform
Union var stofnaður til höfuðs stóru flokkunum tveimur, Frjáls -
lynda flokknum og Íhaldsflokknum, og var misheppnuð tilraun til
að sameina ólík öfl sem deildu andúðinni á tvíflokknum og ríkjandi
ástandi í kanadískum stjórnmálum. Þrjú helstu stefnumál flokksins
voru stofnun óháðrar eftirlitsnefndar sem hafa átti eftirlit með störf-
um kjörinna embættismanna og útrýma þannig spillingu, aukin
aðkoma kjósenda að löggjöf, m.a. með því að leggja staðfestingar-
vald í hendur kjósendum (e. direct legislation) og að lokum þjóð -
nýting þjónustufyrirtækja á borð við járnbrautir, ritsíma og banka.34
Flokkurinn var auðvitað ekki anarkistaflokkur heldur hófsamur
umbótaflokkur, en viðbrögð íslenskra sósíalista við orðum Magnús -
ar Paulson undirstrika þörf þeirra til að greina sig frá samfélagslega
útskúfuðum hugmyndastefnum á borð við anarkisma og sýna með
því móti fram á lögmæti skoðana sinna.
Aðkoma íslenskra jafnaðarmanna að Political Reform Union ber
vitni um þátttöku þeirra í pólitísku starfi í Kanada utan við stóru
flokkana tvo og er dæmi um flóknari pólitískan heim Íslendinga í
Vesturheimi en eldri frásagnir greina frá. Þátttaka þeirra í flokknum
endurspeglar jafnframt hugmyndafræðilegar áherslur íslenskra
vilhelm vilhelmsson44
32 Lögberg 28. ágúst 1902, bls. 5. Orðrétt sagði hann: „Stefna ómyndarinnar, sem
kallar sig P.R.U.: Niður með alla stjórn!“ Meðal íslenskra stofnfélaga PRU voru
Einar Ólafsson, síðar ritstjóri Baldurs, Sigurður Júlíus Jóhannesson, Stephan
Thorson, Fred Swanson og Jóhann Pétur Sólmundsson únitaraprestur. Sjá
„The Political Reform Union“, The Voice 2. ágúst 1901, bls. 1 og 7.
33 „Í gapastokknum, eða heigullinn við Lögberg“, Dagskrá II 20. september 1902,
bls. 3. Sjá einnig „Magnúska“, Dagskrá II 10. september 1902, bls. 2; „Af verk-
unum skuluð þér þekkja þá“, Dagskrá II 20. september 1902, bls. 2; „Vindhögg
A.J. Andrews“, Lögberg 11. september 1902, bls. 1; „Yfir hverju er ‚Dagskrá‘ að
vonzkast“, Lögberg 25. september 1902, bls. 1.
34 „The Political Reform Union“, The Voice 2. ágúst 1901, bls. 1 og 7; „Fréttir og
fróðleikur“, Dagskrá II 28. ágúst 1901, bls. 3; „Political Reform Union“, Dagskrá
II 21. febrúar 1903.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 44