Saga - 2012, Side 96
mest var flutt inn til Patreksfjarðar, Bíldudals og Flateyjar.70 Bretland
var í forystu í framleiðslu mikils af varningi af þessu tagi á 18. öld og
fór útbreiðsla hans vaxandi bæði þar í landi og í ná granna löndunum.71
Fjölbreytt úrval fatnaðar var flutt inn samkvæmt sérpöntun árið
1784. Axel Þórólfsson pantaði messuklæði í Flateyjarhöfn og
Sigurður Ólafsson í Ögri við Ísafjarðardjúp hökul hjá kaupmannin-
um á Ísafirði. Sigurður var nefndur monsieur í bókum kaupmanns.72
Þar er höklinum lýst nokkuð nákvæmlega; hann var gerður úr ljós-
bláu silki með dökkbláum krossi úr silki og með silfurkniplingum í
kringum krossinn.73 Hökullinn þekkist af lýsingunni og hefur
varðveist á Þjóðminjasafni Íslands.74 Af tilbúnum fatnaði af öðru
tagi voru fluttir inn skór með enskum sólum, stígvél, kventöfflur,
tréklossar, hattar fyrir karla og drengi, frakkar, peysur, mittisband,
hárkollur í ýmsum hárlitum, silkislæður og fleira sem landinn girnt-
ist. Hárkollur voru fluttar á Básenda, Hofsós og Húsavík og hvorki
fleiri né færri en fimm skinnpelsar (d. fuldkommen skindpelz) voru
fluttir inn þetta árið. Það vekur athygli að allir voru þeir pantaðir til
Dýrafjarðar og Ísafjarðar. Prófasturinn Jón Ásgeirsson á Söndum í
Dýrafirði75 keypti pelsa á sig og prestsfrúna auk drengjahatts.76 Á
hrefna róbertsdóttir94
70 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 38–41 (Flatey), 42–
46 (Patreksfjörður), 47–49 (Bíldudalur).
71 Maxine Berg, Luxury and Pleasure in Eighteenth-Century Britain (Oxford: Oxford
University Press 2005), bls. 1–16.
72 Hvorki Axel Þórólfsson né Sigurður Ólafsson er að finna í prestatali. Sjá Sveinn
Níelsson, Prestatal og prófasta á Íslandi. 2. útg. með viðaukum og breytingum
eftir Hannes Þorsteinsson. Björn Magnússon sá um útg. og jók við (Reykjavík:
Hið íslenzka bókmenntafélag 1950). En í krambúðarbók Ísafjarðarsýslu má
finna Sigurð Ólafsson. DRA. Real.komm. 455. Krambodsbog for Jssefiord Havn
1785, nr. 414, bls. 34–35.
73 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 39 (Flatey), 55 (Ísa-
fjörður). Hökullinn á Ísafirði kostaði 14 rd og 8 sk og var lýst með þessum
orðum: „1 Messehagel af lyseblaae silkestof med mörkeblaae kaars af silke,
smale fiine sölvkniplinger rundt om korset med behörig kandt uden om.“
74 Þjóðminjasafn Íslands (Þjms) 3437 (munasafn). Ég þakka Lilju Árnadóttur, fag -
stjóra munasafns, fyrir upplýsingar um hökulinn og aðstoð við leit að honum,
sem og Guðfinnu Hreiðarsdóttur skjalaverði fyrir að kanna hvort hann hefði
varðveist í Ögri.
75 Hann var skráður J. Asgerssen í verslunarbókinni. Jón varð síðar prestur á
Holti í Önundarfirði. Sjá Sveinn Níelsson, Prestatal og prófasta á Íslandi, bls. 189
og 192.
76 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 51 (Dýrafjörður).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 94