Saga - 2012, Side 108
kvenna almennt sem áttu reikninga í verslunarstöðunum hjá Kon -
ungsversluninni.104 Danir sem störfuðu fyrir verslunina voru nokkur
hluti þeirra sem sérpöntuðu varning og bjuggu þeir fyrst og fremst í
verslunarstöðunum. Miðað við hversu fáir þeir voru í landinu þá var
þetta einhver hópur, en þó varla meira en 10% þeirra. Ályktað hefur
verið að á seinni helmingi 18. aldar hafi verið um 6–12 manns starf-
andi við verslunina í hverri höfn. Það eru um 150–300 manns, en
nokkuð misjafnt var eftir tímum og stöðum hversu margir þeir
voru.105 Athugun á krambúðarbókunum sýnir að almennar úttektir
starfsmanna verslananna voru yfirleitt ekki skráðar þar, svo sér-
pöntunarlistarnir eru einu heimildirnar um neyslu þeirra. Svo virðist
sem þeir hafi einkum pantað matvöru, en innkaup Íslendinganna
voru fjölbreyttari. Sumar vörutegundir voru nær eingöngu keyptar
af starfsmönnum verslananna, svo sem eldiviður og reykt flesk.
Menn búsettir í kaupstöðunum eða nálægt þeim voru ljóslega
nokkuð stór hópur þeirra sem sérpöntuðu vörur. Ekki hefur tekist
að staðsetja öll nöfnin á listunum, en þetta á t.d. við um verslun-
arstaðina á Eyrarbakka, Grindavík, Hólmi og Flatey. Þeir sem versl -
uðu í Básendum bjuggu nokkrir á verslunarstaðnum eða nálægt
Grindavík og um helmingur Reyðfirðinganna bjó á verslunarstaðn -
um. Þeir sem versluðu á Vopnafirði og Berufirði bjuggu í sveitun-
um og ekki mjög nálægt versluninni. Það eru ekki margir einstak-
lingar nefndir á höfnunum á Ísafirði, Dýrafirði og Stykkishólmi, en
nokkrir þeirra búa á stórbýlum. Á Hofósi var aðeins sérpantað á
nafn frá Hólum.106 Handverksmenn voru nokkuð áberandi hópur,
og líklegt er að nokkur hluti þeirra handverksmanna sem yfirleitt
bjuggu í landinu hafi sérpantað vörur sér til handa. Þeir voru ekki
hrefna róbertsdóttir106
104 Hér eru þær 4,3%. Sjá til samanburðar dæmi frá Hólmsverslun 1783 (8,3%) og
Vopnafjarðarverslun árið 1786 (12,5%): Hrefna Róbertsdóttir, Wool and Society,
bls. 243 (Tafla 6.3), 292 (Tafla 7.3).
105 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi 1602–1787, bls. 224–226.
106 Nafnalistarnir voru bornir saman við krambúðarbækur verslunarinnar þar
sem þær eru til og aðrar tiltækar heimildir. Íslenzkar æviskrár frá landnámstím-
um til ársloka 1940 I–V. Tínt hefir saman Páll Eggert Ólason (Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag 1949–1952); Sveinn Níelsson, Prestatal og prófasta á
Íslandi; DRA. Real.komm. 455. Krambodsbøger for Island og Finmarken.
1781–1794, nr. 402 Eyrarbakki 1793–1794, 403 Grindavík 1787, 404 Básendar,
407 Hólmur 1783, 410 Stykkishólmur 1782, 411 Flatey 1786, 414 Ísafjörður
1785, 415 Dýrafjörður, 421 Vopnafjörður 1786, 422 Berufjörður 1786. Kram -
búðarbók frá Vopnafirði hefur ekki varðveist.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 106