Saga - 2012, Síða 158
handverk sem lífsbarátta er sjónarhorn hinna vinnandi stétta. Listfræð -
ingur inn og femínistinn Roszika Parker gengur svo langt í bók sinni frá
1986, The Sub versive Stitch. Embroidery and the Making of the Feminine, að
halda því fram að textíl handverk, hvort heldur hannyrðir yfirstéttar eða
handavinna daglegra nytjahluta alþýðukvenna, hafi verið liður í kvenna-
kúgun, þ.e. með því að halda konum að verki og marka bæði vinnu þeirra
og ímynd í textíl væri þeim haldið frá freistingum um að fara út fyrir sitt
hefðbundna hlutverk. Væri hægt að lesa slíkt úr þeirri sögu sem sögð er í
þessari doktorsritgerð?
Hvað varðar fræðilegan kenningaramma ritgerðarinnar finnst mér
ástæða til að spyrja hvort ekki hafi verið ástæða til að skoða hugmyndafræði
handverkshreyfinganna meira út frá kynjafræðilegu sjónarhorni. Ég varpa
fram þeirri tilgátu að í þessa sögu megi lesa orð og athafnir sem sýna ann-
ars vegar óvirðingu við vinnu kvenna og hins vegar hörð viðbrögð við frá-
viki frá viðurkenndu kvenhlutverki. Er til dæmis hugsanlegt að fjaðrafokið
út af Nýlendusýningunni sé dæmi um þetta? Ég vek athygli á því að við
undirbúning Nýlendusýningarinnar var skipuð nefnd sem í sátu fjórar kon-
ur og fimm karlar en tveir karlanna sögðu sig frá verkefninu. Jafnframt má
í þessu sambandi spyrja út í merkingu þess að um ýmsar konur í forsvari
handverkshreyfinganna voru viðhöfð persónuleg og rætin ummæli, en um
karlmenn finn ég ekki slík dæmi í ritgerðinni. T.d. á bls. 143 er talað um
„Vídalínsfrúna, mágkonu forngripa varðar“ en hún var ein af fjórum konum
og fimm körlum í undirbúningsnefnd Nýlendusýningarinnar. Sigríður
Einarsdóttir er kölluð okrari, fullyrt er að sýningar hennar þar sem textílar
voru áberandi sýndu „aumasta samtíning og rusl“ og því greinilegt að
tóvinnan, sem var kvennavinna, naut minni virðingar en t.d. silfursmíðin,
sem var karlavinna. Er hugsanlegt að hugmyndir um kvenhlutverk for-
svarskvennanna hafi ráðið meira en flest annað um viðtöku hugmynda
þeirra? Í karlmiðju, þar sem konur eru skilgreindar út frá tengslum sínum
við karla, verður það afgerandi að Sigríður Einarsdóttir hafi verið erfið
manni sínum „einkum í fjársökum“. Hún virðist hafa staðið í sínu kvenna-
skólabralli og sýningahaldi án hans atbeina, en til samanburðar má nefna að
keppinautur hennar í skólamálunum, Þóra Melsteð, naut slíks stuðnings
eiginmanns síns, Páls Melsteð, að rit í hennar nafni er honum eignað. Hefði
það verið hugsanlegt að karlmaðurinn, sem amtsráð Norður- og Austur -
amtsins sendi til að kanna það sem Sigríður Einarsdóttir var þegar búin að
kanna um útflutning tóvinnu til Englands, hefði kallað hugmyndir hennar
„hlægilegar og heimskulegar“ ef eiginmaður hennar, Eiríkur Magn ús son,
hefði sett þær fram?
Að sama skapi mætti túlka þá gagnrýni sem Halldóra Bjarnadóttir sætti
fyrir að þiggja laun sem heimilisiðnaðarráðunautur í ljósi hugmynda um eðli
starfa kvenna, viðveru þeirra á opinberum vettvangi og launamun. Kvenna -
hreyfingin lagði áherslu á þessa líkingu milli þjóðfrelsis, einstaklingsfrelsis
guðrún helgadóttir156
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 156