Saga


Saga - 2012, Side 163

Saga - 2012, Side 163
innar. Höfuðáhersla er svo lögð á skrif þriggja fræðimanna, þeirra Ágústar H. Bjarnasonar, Guðmundar Finnbogasonar og Sigurðar Nordals, sem fjölluðu allir í verkum sínum um tengsl lista og samfélags. Við kynnumst þeim Ágústi, Guðmundi og Sigurði hér að nokkru leyti á nýjan hátt þar sem hugmyndir þeirra eru settar í víðtækt samband við menningarumræðuna á Íslandi á þriðja áratugnum. Einnig er hugað að skrifum fjórða háskóla- mannsins, Alexanders Jóhannessonar, sem og málflutningi ýmissa íslenskra boðbera nútímahyggju í listum og alþjóðahyggju í stjórnmálum, svo sem Halldórs Laxness og Magnúsar Á. Árnasonar. Jón Karl Helgason ætlar hér á eftir að fara nánar í saumana á skrifum þessara menntamanna og túlkun Ólafs á þeim, en ég læt mér nægja að segja að greining hans er almennt sannfærandi; hann er nærgætinn í umfjöllun sinni um hugmyndir mennta- mannanna um leið og hann forðast einfeldningslegar túlkanir á íhaldssemi þeirra; hann hafnar markhyggju og setur skoðanir þeirra um menningar- vakningu þjóðarinnar í samhengi við fjölbreytilega samtíð og ómótaða framtíð þeirra. Í síðari hluta verksins, sem nefnist „Praktík“, er kannað með hvaða hætti íslensk menningarpólitík mótaðist í verki á öðrum og þriðja áratugnum. Við sjáum hvernig málefni listsköpunar verða smám saman að mikilvægu við - fangsefni íslensks ríkisvalds og frjálsra félagasamtaka, og hér eru meðal ann- ars tekin dæmi af stofnun opinbers málverkasafns (sem síðar fékk nafnið Listasafn Íslands) á síðari hluta nítjándu aldar, sem og af starfsemi List - vinafélags Íslands á öðrum áratug þeirrar tuttugustu. Þá er farið vel yfir stofn- un Menningarsjóðs og síðar menntamálaráðs, áform um uppbyggingu há - borgar á Skólavörðuholtinu og loks skipulagningu Alþingis hátíðarinnar 1930. Ritgerðin er mjög læsileg; bæði er efnisvalið gott og Ólafur skrifar skemmtilegan stíl — það er ekki laust við að ákveðin kímni skíni á stund- um í gegn. Svo var málum ekki endilega háttað á þriðja áratug aldarinnar. Í umsögn um áðurnefnda samkeppni skrifaði Sveinn Sigurðsson til að mynda: Þótt svörin séu margvísleg bæði að efni og framsetningu og misjöfn að gæðum, bera þau öll undantekningarlaust einkenni þess, að leitast hef- ur verið við að svara af alvöru og einlægni og benda á það eitt, sem máli skiftir. Kýmni bregður varla fyrir í nokkru svari, og er það eftir- tektarvert. Þegar erlend blöð eða tímarit efla til líkrar samkepni og hér er um að ræða, fer sjaldan hjá því, að allmjög gæti kýmni í sumum svörunum, enda er sú leiðin fjarri því að vera ólíkleg til verðlauna, ef vel er komist að orði. En svo virðist sem vér séum síður fallnir til þess að gera að gamni voru en flestar aðrar þjóðir, eða vér beitum ekki fyndni vorri jafn örlátlega eins og aðrir.5 andmæli 161 5 Ritstj., „Samkepnin“, Eimreiðin 24 (1924), bls. 180. Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 161
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.