Saga - 2012, Page 166
bera hefði fyrst og fremst snúist um að efla eða hefta þróun menningar- og
listalífs á Íslandi en íslenskmenning hefði þó verið nokkuð óháð þessum ytri
aðstæðum; íslensk menning stæði á fornum grunni og þráð hennar mætti
rekja nokkurn veginn óslitið til nútímans (bls. 18–19). Vissulega væri hægt
að nálgast þetta efni á þennan hátt, en ég hef samt verið svolítið hugsi yfir
því hvort hugmyndasögufræðingar myndu allir gangast við því að nálgun
þeirra væri svo gamaldags. Og hvort allir póststrúktúralistar, eða Foucault-
istar, sjái eins mikla þörf á því að skilja sig frá hugmyndasögulegri nálgun
og Ólafur gerir. Því hefði mátt gera nánari grein fyrir því hvað skilur þarna á
milli og hvar staðsetja beri nálgun doktorsritgerðarinnar, t.d. gagnvart menn-
ingarsögu (cultural history), eða hvort kenningarlegar undirstöður verksins
kalli á þverfaglegri stimpil eins og menningarfræði (cultural studies) og
hvaða hömlur „hefðbundin sagnfræðileg nálgun“ setja þessari rannsókn.
Eins og ég mun koma nánar að í næsta hluta veitir nálgunin ákveðið frelsi til
að velja og hafna dæmum sem tekin eru til umfjöllunar, en í ljósi yfirlýstrar
aðferðafræði ritgerðarinnar hefði mátt gera betur grein fyrir því hvernig
dæmin sem hér eru tekin voru valin, hverju var hafnað og að hve miklu leyti
aðgengi heimilda eða persónulegur áhugi höfundar réðu þessu vali.
Hver elur hvern upp?
Þá er ég komin að öðrum hluta andmæla minna og ætla þá að vísa aftur í
ljóð Guðmundar Friðleifssonar, „Hvað skortir íslensku þjóðina mest?“, og
svar hans við því hver ætti að koma að því að leiðrétta þennan meinta skort
þjóðarinnar á andlegum verðmætum.7 Eins og við munum sá Guðmundur
Friðleifsson fyrir sér „vökufúsan vita“, og gætir þar ákveðinnar forræðis-
hyggju sem vissulega einkenndi umbótastjórnmálin að miklu leyti eins og
við sjáum í fjölmörgum dæmum í ritgerð Ólafs. Árið 1924 gengst Guð -
mund ur líka fúslega við þeirri skoðun að einhverjir þurfi að hafa vit fyrir
íslensku þjóðinni og sýna fram á hvað henni sé fyrir bestu, hvað sé til þess
fallið að bæta úr andlegum skorti hennar.
Eins og komið hefur fram gengur Ólafur út frá kenningarlegum ramma
Foucaults um samband orðræðu, þekkingar og valdatengsla. Stjórn valds -
tæknin verður „leið til valdbeitingar sem byggir á því að einstaklingurinn
móti hegðun sína og hugsun sjálfur innan þess ramma sem viðtekin þekk-
ing og stofnanaumhverfi leyfir“ (bls. 22). Ólafur segir að „þó að valdbeiting
sé bundin þekkingarlegum og praktískum kringumstæðum er ekki þar með
sagt að ástæða sé til að binda hana tiltekinni stétt eða þjóðfélagshóp“ (bls.
21) og hann tekur ekki undir kenningar þar sem áhersla er lögð á hvata
rósa magnúsdóttir164
7 Guðmundur Friðjónsson, „Hvað skortir íslensku þjóðina mest?“ Eimreiðin 24
(1924), bls. 179.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 164