Saga - 2012, Side 168
um einstaklinga“ (bls. 11) og sé því utan ramma ritgerðarinnar, en um leið
vill hann meina að hin fræðilega orðræða um listir og samfélagslegt hlut-
verk þeirra hafi haft „áhrif á um hvað var rætt, hvernig tekið var á umræðu -
efninu og hvers konar röksemdir töldust góðar og gildar. Sem fræðileg
orðræða var hún tekin alvarlega í samfélaginu“ (bls. 14). Skilin milli viðtöku
og áhrifa eru þannig óljós og mér hefði fundist áhugavert að skoða fleiri
þætti þessara meintu áhrifa. Hér get ég heldur ekki staðist að nefna enn á
ný samkeppni Eimreiðarinnar, en það hefði til að mynda verið gagnlegt að
skoða þessi hátt í tvö hundruð framlög ef þau eru enn einhvers staðar
varðveitt. Þannig hefði ef til vill mátt greina tengsl hugmynda mennta-
mannanna um siðbót og lífsgildi listarinnar við útfærslu mjög fjölbreytts
hóps einstaklinga á svipuðu efni en þátttakendur komu úr öllum áttum og
unnu ólík störf.
Sé litið til þeirrar áherslu sem höfundur leggur á notkun hugtaksins
„samfélagslegt vald“ má ætla að árangursríkt hefði verið að skoða lög-
regluskýrslur þessa tímabils, bæði til að sjá hvernig einn angi ríkisvaldsins
hafði eftirlit með hegðun almennings og hvernig hugmyndir um eftirlitið
samræmdust hugmyndum um sjálfsögun og sjálfsstjórn einstaklinga.
Þannig jókst eftirlit lögreglu með skemmtanahaldi í heimahúsum á þessum
tíma og lögregla fór í auknum mæli að hafa eftirlit með skrílslátum og
óspektum á almannafæri. Dæmi sem tengjast t.d. skemmtanahaldi og áfeng-
isbanninu mætti þannig skoða betur út frá andspyrnu við róttækustu sið -
bótahugmyndirnar. Þess má geta að umfjöllun um Félag óháðra listamanna,
sem setti á fót „andófssýninguna“ árið 1930, sýnir á ágætan hátt hvernig
yngri kynslóð setur sig upp á móti hugsjónum eldri kynslóða: Þó svo að
hópurinn hafi verið ósamstæður og ómarkviss í gagnrýni sinni árið 1930, þá
var þarna að finna rætur nýrra hugmynda um listsköpun sem áttu eftir að
festa sig í sessi nokkru síðar.
Möguleg áhrif og útbreiðsla rannsóknarinnar
Sú hefð að gefa doktorsritgerðir út fyrir doktorsvörn hefur áður verið gagn -
rýnd, t.d. af Orra Vésteinssyni við doktorsvörn Láru Magnúsardóttur árið
2007. Í umfjöllun sinni benti Orri réttilega á að „doktorsritgerðir eru nú for-
senda fyrir, en ekki niðurstaða af, farsælu ævistarfi í vísindum“8 og þessu
verðum við, held ég, öll að vera sammála. Sjálf tók ég doktorspróf í Banda -
ríkjunum en þar í landi er talað um að doktorsvörnin sé í raun samtal um
það hvernig breyta á doktorsritgerð í bók, skilin á milli doktorsritgerðar sem
prófritgerðar og endanlegrar afurðar í fræðibókarformi þykja þar augljós;
rósa magnúsdóttir166
8 Orri Vésteinsson, „Bannað að ganga á grasinu. Andmæli við doktorsvörn Láru
Magnúsardóttur,“ Saga XLV:2 (2007), bls. 188.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 166