Saga


Saga - 2012, Page 173

Saga - 2012, Page 173
Ísólfssonar, sem var samhliða skólastjóri Tónlistarskólans og tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, eða Gunnars Thoroddsen, sem var um hríð bæði borgar- stjóri Reykjavíkur og formaður Fegrunarfélagsins. Í báðum tilvikum er vissu lega um að ræða efni sem fellur aftan við það tímabil sem Ólafur tekur til athugunar í ritgerð sinni. Eins og fram kom í andmælum Rósu Magnúsdóttur hér áðan má velta vöngum yfir þeirri ákvörðun Ólafs að afmarka rannsókn sína við tímabilið frá 1910 til 1930. Ég er sammála Rósu um að síðari dagsetningin sé skiljan- legri en sú fyrri. Lokakafli ritgerðarinnar, sem fjallar um sviðsetningu íslenskrar menningar á Alþingishátíðinni, hnýtir vel saman marga þeirra ólíku þráða sem fitjað hefur verið upp á í fyrri köflum. Einnig má líta svo á að viss kaflaskil verði í menningarsögunni snemma á fjórða áratugnum með eindreginni kröfu vinstrisinnaðra menntamanna og listamanna um að listin gegni félagslegu og pólitísku hlutverki. Þá sögu er samt nauðsynlegt að taka til greina ef menn vilja skilja fyllilega „þá andúð í garð módernisma í list- um“ sem var áberandi hér á landi á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum. Ekki er nóg að rekja þau viðhorf aftur til þeirrar áherslu sem menn á borð við Guðmund Finnbogason, Ágúst H. Bjarnason og Jónas Jónsson frá Hriflu lögðu á „borgaralega fagurfræði nítjándu aldar“, eins og Ólafur kemst að orði á einum stað (bls. 243). Hvað fyrra ártalið snertir þá rökstyður Ólafur það þannig að frá og með 1910 fari að verða til í íslenskum stjórnmálum „almenn orðræða um félags- legt hlutverk lista sem ekki var fyrst og fremst bundin við bókmennta- umræðu. Þetta var jafnframt sá tími þegar valdastofnanir samfélagsins fóru að sýna því sérstakan áhuga að styðja og hagnýta listir í félagslegum til- gangi“ (bls. 10). Þessi tímasetning virðist miðast við rannsóknir þær sem þrír kennara Háskóla Íslands, þeir Ágúst H. Bjarnason, Guðmundur Finn - bogason og Sigurður Nordal, unnu snemma á sínum ferli. Þriðji kafli rit- gerðarinnar er helgaður „sjónarmiðum þessara þriggja „opinberu mennta- manna“,“ eins og Ólafur kýs að kalla þá, „um samfélagslegt hlutverk listar- innar“ (bls. 45). Að ýmsu leyti er vel til fundið að hefja umfjöllunina þarna, en að mínu mati hefði mátt taka ríkara tillit til þeirra tímamóta sem verða í íslenskum stjórnmálum með heimastjórninni árið 1904. Á fyrstu árum henn- ar glíma menn við ýmis praktísk „menningarleg“ verkefni, svo sem kon- ungskomuna 1907 með tilheyrandi vegagerð og hátíð á Þingvöllum, aldar- afmæli Jónasar Hallgrímssonar sama ár, sem Ólafur drepur reyndar á (bls. 137), ferð íslenskra glímumanna á Ólympíuleikana í London árið 1908 og aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911. Einnig má nefna byggingu Safna - hússins við Hverfisgötu á þessum sama tíma. Valdastofnanir samfélagsins virðast vera í mikilli deiglu á þessu tímabili; Stúdentafélagið og Ung menna - félagshreyfingin eru til að mynda virkir og jafnvel leiðandi þátttakendur í sumum þessara viðburða en inn í þá fléttast deilurnar um sambandsmálið, hvítbláa fánann og viðleitni Einars Jónssonar myndhöggvara, sem var þó andmæli 171 Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 171
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.