Saga - 2012, Qupperneq 173
Ísólfssonar, sem var samhliða skólastjóri Tónlistarskólans og tónlistarstjóri
Ríkisútvarpsins, eða Gunnars Thoroddsen, sem var um hríð bæði borgar-
stjóri Reykjavíkur og formaður Fegrunarfélagsins. Í báðum tilvikum er
vissu lega um að ræða efni sem fellur aftan við það tímabil sem Ólafur tekur
til athugunar í ritgerð sinni.
Eins og fram kom í andmælum Rósu Magnúsdóttur hér áðan má velta
vöngum yfir þeirri ákvörðun Ólafs að afmarka rannsókn sína við tímabilið
frá 1910 til 1930. Ég er sammála Rósu um að síðari dagsetningin sé skiljan-
legri en sú fyrri. Lokakafli ritgerðarinnar, sem fjallar um sviðsetningu
íslenskrar menningar á Alþingishátíðinni, hnýtir vel saman marga þeirra
ólíku þráða sem fitjað hefur verið upp á í fyrri köflum. Einnig má líta svo á
að viss kaflaskil verði í menningarsögunni snemma á fjórða áratugnum með
eindreginni kröfu vinstrisinnaðra menntamanna og listamanna um að listin
gegni félagslegu og pólitísku hlutverki. Þá sögu er samt nauðsynlegt að taka
til greina ef menn vilja skilja fyllilega „þá andúð í garð módernisma í list-
um“ sem var áberandi hér á landi á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum. Ekki
er nóg að rekja þau viðhorf aftur til þeirrar áherslu sem menn á borð við
Guðmund Finnbogason, Ágúst H. Bjarnason og Jónas Jónsson frá Hriflu
lögðu á „borgaralega fagurfræði nítjándu aldar“, eins og Ólafur kemst að
orði á einum stað (bls. 243).
Hvað fyrra ártalið snertir þá rökstyður Ólafur það þannig að frá og með
1910 fari að verða til í íslenskum stjórnmálum „almenn orðræða um félags-
legt hlutverk lista sem ekki var fyrst og fremst bundin við bókmennta-
umræðu. Þetta var jafnframt sá tími þegar valdastofnanir samfélagsins fóru
að sýna því sérstakan áhuga að styðja og hagnýta listir í félagslegum til-
gangi“ (bls. 10). Þessi tímasetning virðist miðast við rannsóknir þær sem
þrír kennara Háskóla Íslands, þeir Ágúst H. Bjarnason, Guðmundur Finn -
bogason og Sigurður Nordal, unnu snemma á sínum ferli. Þriðji kafli rit-
gerðarinnar er helgaður „sjónarmiðum þessara þriggja „opinberu mennta-
manna“,“ eins og Ólafur kýs að kalla þá, „um samfélagslegt hlutverk listar-
innar“ (bls. 45). Að ýmsu leyti er vel til fundið að hefja umfjöllunina þarna,
en að mínu mati hefði mátt taka ríkara tillit til þeirra tímamóta sem verða í
íslenskum stjórnmálum með heimastjórninni árið 1904. Á fyrstu árum henn-
ar glíma menn við ýmis praktísk „menningarleg“ verkefni, svo sem kon-
ungskomuna 1907 með tilheyrandi vegagerð og hátíð á Þingvöllum, aldar-
afmæli Jónasar Hallgrímssonar sama ár, sem Ólafur drepur reyndar á (bls.
137), ferð íslenskra glímumanna á Ólympíuleikana í London árið 1908 og
aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911. Einnig má nefna byggingu Safna -
hússins við Hverfisgötu á þessum sama tíma. Valdastofnanir samfélagsins
virðast vera í mikilli deiglu á þessu tímabili; Stúdentafélagið og Ung menna -
félagshreyfingin eru til að mynda virkir og jafnvel leiðandi þátttakendur í
sumum þessara viðburða en inn í þá fléttast deilurnar um sambandsmálið,
hvítbláa fánann og viðleitni Einars Jónssonar myndhöggvara, sem var þó
andmæli 171
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 171